The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231024549/http://www.ksi.is/mot/2005/10

Mótamál

Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót innanhúss 2006 - Yngri flokkar - 27.10.2005

Riðlaskipting Íslandsmóts yngri flokka karla og kvenna liggur nú fyrir og hafa umsjónaraðilar verið skipaðir.  Sá háttur er hafður á við niðurröðun mótsins að umsjónarfélag velur mótsdag, en KSÍ sér um að raða leikjum. Lesa meira
 
Egilshöll

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins - 27.10.2005

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins fer fram á laugardag í Egilshöll. Í karlaflokki er leikið í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem  Borgarholtsskóli, Flensborg 2, MS og MA leika í öðrum riðlinum og  MK, ME, Flensborg og FB 2 í hinum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Mót fyrir eldri flokka karla og kvenna - 26.10.2005

KRR stendur fyrir mótum fyrir eldri flokka karla og kvenna föstudaginn 4. nóvember 2005 í Egilshöll. Keppt verður í 6 manna liðum og leikið á 1/4 velli.  Nú þegar hafa nokkur lið frá Bandaríkjunum tilkynnt þátttöku.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR 2005 lokið - 25.10.2005

Grunnskólamót KRR fór fram síðustu tvær helgar í Egilshöll.  Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru alls 30 grunnskólar í Reykjavík sem mættu til leiks.  Borgaskóli, Hamraskóli og Réttarholtsskóli voru sigursælir.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Innimót meistaraflokka - Riðlaskipting - 21.10.2005

Dregið hefur verið í riðla Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna í knattspyrnu innanhúss. Leikjaniðurröðun í einstökum mótum mun vera birt á vef KSÍ fljótlega í næstu viku.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Landsdeildir 2006 - Þátttökutilkynning - 18.10.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eiga þau félög sem unnið hafa sér keppnisrétt í landsdeildum karla og kvenna að staðfesta þátttöku sína fyrir 1. nóvember ár hvert.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur á Hótel Nordica 12. nóvember - 18.10.2005

KSÍ hefur boðað til fundar með formönnum allra aðildarfélaga á Hótel Nordica laugardaginn 12. nóvember næstkomandi.  Sama dag og á sama stað verður dregið í töfluröð í Landsdeildum karla og kvenna.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar á leik CSKA Moskva og Marseille - 17.10.2005

Íslenskur dómarakvartett verður á viðureign CSKA frá Moskvu og franska liðsins Marseille í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Kristinn Jakobsson dæmir leikinn, en CSKA er sem kunnugt er handhafi UEFA-bikarsins.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Engin miskunn hjá Potsdam - 17.10.2005

Síðari leikur Vals og Potsdam í Evrópukeppni félagsliða kvenna fór fram á sunnudag.  Skemmst er frá því að segja að þær þýsku sýndu Valsstúlkum enga miskunn og unnu 11-1 og því samanlagt 19-2 í leikjunum tveimur.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðari leikur Vals og Potsdam á sunnudag - 14.10.2005

Síðari leikur Vals gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna fer fram í Þýskalandi á sunnudag.  Eins og kunnugt er vann þýska liðið fyrri leikinn 8-1 á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamót og Grunnskólamót um helgina - 13.10.2005

Um helgina hefst keppni í Framhaldsskólamóti KSÍ og Grunnskólamóti KRR.  Leikið verður í Framhaldsskólamótinu í Boganum á Akureyri og að Ásvöllum í Hafnarfirði, en í Grunnskólamóti KRR í Egilshöll í Reykjavík.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrri leikjum í 8-liða úrslitum öllum lokið - 12.10.2005

Franska liðið Montpellier, þýsku liðin Frankfurt og Potsdam og lið Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð eru í góðri stöðu eftir fyrri leikina í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Viltu verða knattspyrnudómari? - 11.10.2005

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti en námskeiðinu lýkur síðan með prófi 19. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmótum KRR í yngri aldursflokkum flestum lokið - 10.10.2005

Haustmótum KRR í yngri aldursflokkum er nú flestum lokið.  Valur, Fjölnir, ÍR, Fylkir og KR hafa þegar unnið til verðlauna.  Haustmót í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla fara fram í október.

Lesa meira
 
Lið ársins í 1. deild hjá Fótbolta.net

Hverjir sköruðu fram úr í 1. og 2. deild karla? - 10.10.2005

Það er ekki einungis í Landsbankadeild sem lið ársins er valið af fjölmiðlum.  Vefsíðan Fótbolti.net hefur undanfarin ár kynnt lið ársins í 1. og 2. deild karla og afhent viðkomandi leikmönnum veglegar viðurkenningar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Áhugaverður samanburður á liði ársins - 10.10.2005

Áhugavert er að bera lið ársins í Landsbankadeild karla hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu saman við lið ársins sem kynnt var á lokahófi KSÍ.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Þýsk markaveisla í síðari hálfleik - 9.10.2005

Valur tapaði með sjö marka mun gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á Laugardalsvellinum í dag, sunnudag.  Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Ungverskir dómarar á leik Vals og Potsdam - 7.10.2005

Dómaratríóið í fyrri viðureign Vals og þýska liðsins Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna kemur frá Ungverjalandi.  Aðgangur á leikinn, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnudag, er ókeypis.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Leikmaður Víkings R. úrskurðaður í langt leikbann - 7.10.2005

Á fundi aganefndar KSÍ var Vilmundur Sveinsson, leikmaður 2. flokks karla hjá Víkingi R., úrskurðaður í tímabundið leikbann og er honum óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ til og með 17. júní 2006.

Lesa meira
 
Egilshöll

Niðurröðun Framhaldsskólamótsins 2005 staðfest - 6.10.2005

Leikjaniðurröðun í Framhaldsskólamótinu í knattspyrnu hefur nú verið staðfest og er hægt að skoða hana hér á ksi.is.  Riðlakeppnin fer fram í Hafnarfirði og á Akureyri, en úrslitakeppnin verður leikin í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrri leikur Vals gegn Potsdam á sunnudag - 5.10.2005

Valur leikur gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á Laugardalsvellinum næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Um er að ræða fyrri leik liðanna. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR 2005 - Leikjaniðurröðun - 4.10.2005

Leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) hefur nú verið birt hér á ksi.is.  Mótið er fyrir grunnskóla í Reykjavík (7. og 10. bekk) og fer fram í Egilshöll.

Lesa meira
 
Árborg

Árborg óskar eftir þjálfara - 3.10.2005

Viltu þjálfa skemmtilegasta knattspyrnulið á Íslandi?  Knattspyrnufélag Árborgar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla á komandi keppnistímabili. Aðsetur félagsins er á Selfossi en Árborg leikur í 3. deild.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Laufey Ólafsdóttir og Allan Borgvardt valin best - 3.10.2005

Á lokahófi KSÍ á Broadway síðastliðinn laugardag voru afhentar hinar ýmsu viðurkenningar fyrir frammistöðu á nýloknu keppnistímabili.  Allan Borgvardt og Laufey Ólafsdóttir voru kosin leikmenn ársins.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan