
Íslandsmót innanhúss 2006 - Yngri flokkar
Riðlaskipting og umsjónaraðilar
Riðlaskipting Íslandsmóts yngri flokka karla og kvenna liggur nú fyrir og hafa umsjónaraðilar verið skipaðir.
Sá háttur er hafður á við niðurröðun mótanna að umsjónarfélag velur þann dag sem það hyggst halda mótið og tilkynnir KSÍ.
Starfsfólk mótamála hjá KSÍ mun síðan sjá um að raða mótinu og senda viðkomandi félögum tilkynningu um það hvenær mótið hefst.
Leikjaniðurröðun verður hins vegar eingöngu birt á vef KSÍ.
Smellið hér að neðan til að skoða riðlaskiptingu í ofangreindum mótum ásamt umsjónaraðilum.
Félög eru vinsamlegast beðin um að fara vandlega yfir sínar skráningar og gera skrifstofu KSÍ strax viðvart ef rangt er farið með skráningar.
Riðlaskipting Íslandsmóta yngri flokka innanhúss 2006
Hlutverk umsjónarfélags:
-
Velja dag og klukkan hvað mótið á að hefjast og láta KSÍ vita fyrir 15. nóvember. KSÍ mun sjá um niðurröðun mótsins.
-
Láta KSÍ vita fyrir 15. nóvember hver er umsjónarmaður mótsins, ásamt símanúmeri.
-
Annast framkvæmd og útvega dómara.
-
Sjá til þess að leikskýrslur séu fylltar út og senda þær til KSÍ (mikilvægt).
-
Strax að móti loknu skal umsjónarfélag skrá úrslit leikja í mótakerfi KSÍ.
Riðlakeppni á að vera lokið fyrir 1. febrúar. Ekkert er því til fyrirstöðu að leikið sé í nóvember.
Hafa verður í huga að aldursflokkaskipting miðast við árið 2006.
Úrslitakeppnir fara fram 18. – 19. febrúar.