The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231012925/http://www.ksi.is/mot/2015/04

Mótamál

Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar á sunnudag - 30.4.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um  hefst keppni í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Þá fara fram fjórir leikir.  Leikur Fylkis og Breiðabliks var einnig settur á þann dag, en hann hefur nú verið færður til fimmtudagsins 7. maí.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn byrjar 1. maí - 30.4.2015

Keppni í Borgunarbikar karla hefst föstudaginn 1. maí með sex leikjum.  Næstu tvo daga þar á eftir fara fram 18 leikir og einn stakur leikur lokar 1. umferðinni þann 6. maí. Fyrsta umferð í Borgunarbikar kvenna er 10. maí.  Dregið verður í báðum keppnum í höfuðstöðvum KSÍ þann 21. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna í Kórnum - 28.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 30. apríl kl. 20:15.  Í leiknum mætast Breiðablik og Stjarnan.  Ath. að breyting hefur verið gerð frá upprunalegum leikstað og leiktíma. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla - 28.4.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar karla, sem haldinn var í höfuðstöðvum Ólgerðarinnar í dag, var m.a. kynntar niðurstöður úr spá forráðamanna félagann í Pepsi-deild karla.  Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna sem taka þátt í þessari spá og að þessu sinni er FH spáð titlinum en ÍBV og Leikni er spá falli. Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 27.4.2015

Stjarnan vann í kvöld 1-0 sigur á KR og varð því meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom á 82. mínútu en það var Þórhallur Kári Knútsson sem skoraði markið. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi en Stjarnan átti þó hættulegri færi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Erlendir leikmenn - Félagskiptaglugginn lokar 15. maí - 27.4.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES. 

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Nýtt netfang fyrir félagaskipti - 27.4.2015

Nýtt netfang hefur verið tekið í notkun sem ætlað er fyrir félagaskipti.  Netfangið er: [email protected] og skulu fullfrágengin félagaskipti send á þetta netfang.  Áfram er hægt að senda með faxi í númerið: 568 9793. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Félög hugi að því að vera tímanlega með félagaskipti - 27.4.2015

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst föstdaginn 1. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega.  Félög eru einnig beðin um að hafa í huga að skrifstofa KSÍ er lokuð föstudaginn 1. maí og að félagaskipti eru að öllu jöfnu ekki afgreidd á frídögum og um helgar.

Lesa meira
 

Uppfært:  Meistarakeppni karla í Kórnum á mánudag - 26.4.2015

Hinn árlegi leikur ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara karla, Meistarakeppni KSÍ, fer fram í Kórnum í Kópavogi á mánudag kl. 19:15.  Til stóð að leikurinn færi fram á Samsung-vellinum í Garðabæ, en því hefur nú verið breytt.

Lesa meira
 

Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 24.4.2015

Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands.

Lesa meira
 

Breiðablik Lengjubikarmeistari karla 2015 - 23.4.2015

Breiðablik og KA mættust í úrslitaleik A-deildar lengjubikars karla í dag, sumardaginn fyrsta.  Leikið var í Kórnum í Kópavogi að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum.  Eina mark leiksins gerði Ellert Hreinsson snemma leiks og Blikar fögnuðu sínum öðrum Lengjubikarmeistaratitli á þremur árum.

Lesa meira
 

Lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna - 22.4.2015

Framundan er lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna.  Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 25. apríl í Fífunni og á Samsung vellinum.  Liðin sem leika í undanúrslitum hafa samtals unnið Deildarbikarkeppnina 10 sinnum.

Lesa meira
 

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 28. apríl og 11. maí - 22.4.2015

Kynningarfundir Pepsi-deildanna (karla og kvenna) fara fram í sitt hvoru lagi í ár, en báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram þriðjudaginn 28. apríl kl. 15:00 og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og KA leika til úrslita á sumardaginn fyrsta - 20.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum í Kópavogi á fimmtudag, sumardaginn fyrsta.  Þar mætast Breiðablik annars vegar og KA hins vegar og hefst leikurinn kl. 17:00. Blikar eru að leika til úrslita þriðja árið í röð, en KA-menn eru í úrslitaleiknum í fyrsta sinn.

Lesa meira
 
Handbók Leikja 2015

Handbók leikja 2015 - 20.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl Handbók leikja 2015.  Leiðbeiningar í Handbók leikja eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna og aðalkeppni Borgunarbikarsins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2015 - Undanúrslit A-deildar karla á sunnudaginn - 17.4.2015

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla en fjórðungsúrslit kláruðust í gærkvöldi.  KA mætir ÍA á KA velli og Víkingur tekur á mót Breiðabliki á Víkingsvelli.  Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 19. april og hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015 - 16.4.2015

KSÍ og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini).  Útgáfan verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn með sama hætti og gert var á síðasta ári.

Lesa meira
 

Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga - 16.4.2015

Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2015 - Leikið í 8 liða úrslitum 16. apríl - 13.4.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í úrslitakeppni A-deildar Lengjubikars karla en síðustu leikir riðakeppninnar fóru fram um nýliðna helgi.  Leikir 8 liða úrslita fara fram fimmtudaginn 16. apríl.  Leikið verður til undanúrslita sunnudaginn 19. apríl og úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum, fimmtudaginn 23. apríl.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Aukið fjármagn frá UEFA til félagsliða - 10.4.2015

Knattspyrnusamband Evrópu selur réttindi sín í tengslum við Meistaradeildina og Evrópudeildina í hvert sinn yfir 3 keppnistímabil í einu. Sölu fyrir næstu 3 tímabil er að mestu lokið, þ.e. fyrir tímabilin 2015-16, 2016-17 og 2017-18. Ljóst er að tekjur UEFA aukast sem skilar sér til félagsliða í Evrópu. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan