The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230103335/http://www.ksi.is/mot/2007/07

Mótamál

KSÍ 60 ára

Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ - 30.7.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, laugardaginn 28. júlí, var Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ til bráðabirgða vegna veikinda Halldórs B Jónssonar, varaformanns KSÍ. Lúðvík hefur um leið verið settur formaður mótanefndar KSÍ. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 31. júlí - 30.7.2007

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH áfram í Meistaradeild UEFA - 26.7.2007

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í annarri umferð forkeppni Meistardeildar Evrópu þegar þeir gerðu jafntefli við HB í Færeyjum.  Lokatölur urður 0-0 en FH vann fyrri leikinn 4-1. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Færeyjum á miðvikudag - 24.7.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram í Færeyjum við Færeyjarmeistara HB.  Fyrri leiknum í Kaplakrika lauk með sigri FH, 4-1. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Lettlandi - 24.7.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir á morgun seinni leik Ventpils frá Lettlandi og The New Saints frá Wales.  Jóhannesi til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Gunnar Sverrrir Gunnarsson og Magnús Þórisson verður fjórði dómari.  Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Góð úrslit hjá Keflavík og KR í UEFA bikarnum - 20.7.2007

Keflavík og KR voru bæði í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í UEFA bikarnum.  Keflvíkingar léku á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland og KR ytra gegn sænska liðinu Hacken. Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Sigurður Óli að störfum í Austurríki - 19.7.2007

Sigurður Óli Þorleifsson er þessa dagana staddur í Austurríki þar sem hann er við dómgæslu í úrslitakeppni EM U19 karla.  Sigurður var aðstoðardómari á leikjum Frakklands og Serbíu og Spánar og Portúgals. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn dæmir í Ungverjalandi - 19.7.2007

Garðar Örn Hinriksson dæmir í dag fyrri leik MTK Budapest frá Ungverjalandi og MIKA frá Armeníu.  Leikurinn er í forkeppni UEFA bikarsins og fer fram í Búdapest. Lesa meira
 
FH

FH-ingar í góðri stöðu - 18.7.2007

Íslandsmeistarar FH eru í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn HB frá Færeyjum í forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld og unnu FH-ingar 4-1 sigur.  Liðin mætast að nýju að viku liðinni í Þórshöfn.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar leika heima gegn Midtjylland - 17.7.2007

VISA-bikarmeistarar Keflvíkinga mæta danska liðinu FC Midtjylland í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 19:15.  Sama dag mæta KR-ingar Häcken í Svíþjóð í sömu keppni.  Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir HB á miðvikudag - 17.7.2007

Íslandsmeistarar FH-inga mæta færeysku meisturunum úr HB í forkeppni Meistaradeildar UEFA í Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 20:00.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna, en síðari leikurinn fer fram í Færeyjum viku síðar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Málalyktir í máli ÍA og Keflavíkur - 17.7.2007

KSÍ fagnar því að forystumenn ÍA og Keflavíkur hafa náð niðurstöðu vegna atviks sem átti sér stað í leik liðanna í Landsbankadeild 4. júlí sl.  KSÍ harmar að markið umdeilda  sem samræmist ekki heiðarlegum leik, hafi ráðið úrslitum í leiknum Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Púkamótið haldið í þriðja skiptið - 16.7.2007

Um helgina fór fram Púkamótið á Ísafirði og er þetta í þriðja skiptið sem það er haldið.  Þar hafa þeir þátttökurétt er starfað hafa að ísfirskum knattspyrnumálum og eru a.m.k. á þrítugasta ári. Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Metaðsókn á leiki Landsbankadeildarinnar - 13.7.2007

Metaðsókn hefur verið á leiki Landsbankadeildarinnar í sumar og áhorfendum fjölgað umtalsvert frá því í fyrra. Að loknum fyrri hluta Landsbankadeildarinnar hafa 58.778 áhorfendur mætt á völlinn eða 1.306 að meðaltali. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Enn á ný skorað fyrir gott málefni - 13.7.2007

Aftur verður skorað fyrir gott málefni í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skora í 10. umferð karla um helgina og 9. umferð kvenna . Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og KR, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Olga Færseth

Stórleikir bæði hjá körlum og konum í VISA bikarnum - 13.7.2007

Í dag var dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfðustöðvum KSÍ.  Ljóst er að spennandi leikir eru framundan en dregið var í 8 liða úrslitum karla og undanúrslitum kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA bikar karla og kvenna í dag - 13.7.2007

Í hádeginu í dag verður dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna.  Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ og verða átta lið í pottinum hjá körlunum en fjögur hjá konunum.  Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki féllu úr bikarnum í gærkvöldi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna í kvöld - 12.7.2007

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og má búast við hörkuleikjum.  Eftir kvöldið standa svo fjögur félög sem munu verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitunum í hádeginu á föstudag. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir áfram í VISA bikar karla - 12.7.2007

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi með þremur leikjum.  Bikarmeistarar Keflavíkur, Breiðablik og Fylkir tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum en dregið verður í hádeginu á föstudaginn Lesa meira
 
Frá Old boys landsleik Íslands og Danmerkur í júlí 2007 sem leikinn var á Akureyrarvelli

Íslensku kempurnar sigruðu Dani - 11.7.2007

Mikil knattspyrnuhátíð var á Akureyri síðastliðna viku en þá fóru fram tvö stór knattspyrnumót.  Hápunktur vikunnar var tvímælalaust "Old-boys landsleikur" á milli Íslands og Danmerkur og lauk honum með sigri Íslands. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Vítaspyrnukeppni í tveimur leikjum - 11.7.2007

Fimm leikir í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins fóru fram á þriðjudagskvöld.  Þrír leikir fóru í framlengingu og í tveimur þeirra þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.  Haukar, sem leika í 2. deild, eru komnir í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8-liða úrslit VISA-bikars kvenna á fimmtudag - 9.7.2007

Á fimmtudag fara fram 8-liða úrslit VISA-bikars kvenna og eru allir leikirnir fjórir leiknir á sama degi.  Dregið verður í undanúrslitin í hádeginu á föstudag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fimm leikir í 16-liða úrslitum á þriðjudag - 9.7.2007

16-liða úrslit VISA-bikars karla hefjast á þriðjudag með fimm leikjum, en þrír leikir fara fram á miðvikudag.  Margir áhugaverðir leikir eru á dagskrá og spennandi að sjá hvaða lið skila sér í 8-liða úrslit, en dregið verður föstudaginn 13. júlí. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 5.7.2007

 

Dregið hefur verið í riðla fyrir forkeppni í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Íslandsmeistarar Vals eru á meðal þátttakenda og eru Valsstúlkur í riðli með liðum frá Færeyjum, Hollandi og Finnlandi. 

Lesa meira

 
Geir Þorsteinsson

Fundur formanns KSÍ á Akureyri mánudaginn 9. júlí - 4.7.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Akureyri mánudaginn 9. júlí kl. 17:30.  Lesa meira
 
Undirskrift KSÍ-OR

KSÍ og Orkuveita Reykjavíkur undirrita samstarfssamning - 3.7.2007

Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli KSÍ og Orkuveitu Reykjavíkur vegna úrslitakeppni Evrópumóts U19 ára kvenna sem fram fer hér á Íslandi 18. júlí til 29. júlí Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 2007

Margrét Lára og Elísabet valdar bestar - 2.7.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna voru afhentar í hádeginu í dag Lesa meira
 

Valsmenn fallnir úr Inter-Toto keppninni - 1.7.2007

Valsmenn sigruðu Cork City í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fór fram í Írlandi og lauk með sigri Vals, 0-1.  Það dugði þó ekki Valsmönnum þar sem Cork vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 0-2. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan