
Lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna
Undanúrslit á laugardag - Úrslitaleikurinn 30. apríl
Framundan er lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna. Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 25. apríl í Fífunni og á Samsung vellinum. Liðin sem leika í undanúrslitum hafa samtals unnið Deildarbikarkeppnina 10 sinnum.
Breiðablik, sem hefur unnið Deildarbikarinn oftar en nokkurt annað lið, mætir Þór/KA í Fífunni í Kópavogi. Stjarnan, Lengjubikarmeistari síðustu tveggja ára, leikur gegn Selfossi á Samsung vellinum í Garðabæ.
Undanúrslit
lau. 25. apr. kl.16:00 Breiðablik - Þór/KA Fífan
lau. 25. apr. kl.17:15 Stjarnan - Selfoss Samsung völlurinn
Úrslitaleikur
fim. 30. apr. kl.19:00 Úrslitaleikur -
Reglugerðin - Ekki framlengt
2.4 Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma í úrslitakeppnum mótsins, skal fara fram vítaspyrnukeppni til að úrskurða um sigurvegara.