Markmið Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er að stuðla að því að fólk sem notar íslenskt táknmál til samskipta geti sótt þjónustu í samfélaginu, á grundvelli íslensks táknmáls.
Táknmálstúlkun
Fólk sem notar íslenskt táknmál til samskipta í daglegu lífi, á rétt á þjónustu táknmálstúlks í samskiptum við opinbera aðila.
Táknmálskennsla
Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt og máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.

SHH myndsímatúlkun
Frá klukkan 9 til 16 virka daga getur táknmálsfólk fengið táknmálstúlkun á símtali í gegnum appið SHH myndsímatúlkun,
Appið er aðgengilegt í App Store og Play Store.
Viðburðir
Fréttir
Sumarhátíð táknmálsbarna
Sumarhátíð táknmálsbarna verður haldin laugardaginn 24. maí kl. 10:30 - 12:30 á Klambratúni. Það eru Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, leikskólinn Sólborg, Félag heyrnarlausra og Málnefnd um íslenskt táknmál sem standa að þessari hátíð. Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Dr. Luigi Lerose
Föstudaginn 9. maí kl. 10:00-12:00 flytur Dr. Luigi Lerose rannsóknardósent við University of Central Lancashire (UCLan) og fyrrum formaður Félags evrópskra táknmálskennara (ENSLT) fyrirlesturinn: Improving Sign Language - Theoretical understanding of sign linguistics; Tools to identify linguistic errors; Practice activities to minimise and ideally eliminate errors.