The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317124303/http://www.ksi.is/mot/2009/05

Mótamál

Magnús Þórisson

Magnús í eldlínunni í Wales - 29.5.2009

Magnús Þórisson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir vináttulandsleik Wales og Eistlands.  Leikurinn fer frá á Parc y Scarlets í Llanelli.  Magnúsi til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld - 28.5.2009

Það verður mikið fjör á mörgum knattspyrnuvöllum þessa lands í kvöld en þá fer fram heil umferð í Pepsi-deild karla.  Þá er einnig einn leikur í Pepsi-deild kvenna og er það sannkallaður stórleikur þegar Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturunum í Val. Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Eiður Evrópumeistari - 28.5.2009

Landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, bætti enn einni rós í sitt hnappagat í gærkvöldi þegar lið hans Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu. Félagið vann því þennan eftirsótta titil í þriðja skiptið.< Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Ósk um breytingar á leikjum - 28.5.2009

Af gefnu tilefni vill mótnefnd KSÍ minna á að allar breytingar á Íslandsmótunum í knattspyrnu skulu berast á skrifstofu KSÍ á faxi undirritað af forráðamönnum beggja félaga. Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Héraðsdómaranámskeið þriðjudaginn 2. júní - 26.5.2009

Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 19:30. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.  Aldurstakmark 16 ára og er námskeiðið ókeypis.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn hefst um helgina - 22.5.2009

Á laugardaginn hefst VISA bikarinn en þá verður leikið í 1. umferð VISA bikars karla og í forkeppni VISA bikars kvenna.  Það verða Kjalnesingar og Elliði sem leika fyrsta leikinn í VISA bikar karla og ÍA og Selfoss hefja leikinn hjá konunum. Lesa meira
 
Vodafone

Boltavakt Vísis aðgengileg viðskiptavinum Vodafone - 20.5.2009

Boltavakt Vísis.is er nú aðgengileg í símtækjum viðskiptavina Vodafone án endurgjalds.  Símnotendur geta nálgast upplýsingar um byrjunarliðin í öllum leikjum í Pepsi-deild karla, innáskiptingar, markaskora og stoðsendingar, gul og rauð spjöld að ógleymdri textalýsingu á öllum leikjum.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Miklir knattspyrnudagar framundan - 20.5.2009

Það eru svo sannarlega annasamir knattspyrnudagar framundan en á uppstigningadag hefst keppni í 3. deild karla og 1. deild kvenna hefst um helgina.  Yfir 180 störf á vegum KSÍ eru því framundan á næstu fjórum dögum. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Íslandsmótin í öllum flokkum að hefjast - 19.5.2009

Boltinn er svo sannarlega farinn að rúlla um allt land því að Íslandsmótin eru nú að komast á fullt í öllum flokkum.  Um síðustu helgi hófst keppni í 2. flokki karla og þá er keppni í eldri flokki hafin. Lesa meira
 
Sigurvegarar í C deild Lengjubikars kvenna 2009, Haukar

Haukar sigruðu í C deild kvenna - 18.5.2009

Haukar fór með sigur af hólmi í C deild Lengjubikars kvenna þegar þær sigruðu Vöslung.  Lokatölur urðu 2 - 1 Haukum í vil en leikið var í Akraneshöllinni.  Þetta er í annað skiptið í röð sem Haukar sigra í C deild Lengjubikars kvenna Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

215 félagaskipti afgreidd á síðasta degi - 16.5.2009

Eins og gefur að skilja var mikið um að vera á skrifstofu KSÍ í gær en þá var síðasti dagur félagaskipta.  Félagaskipti þurftu að berast skrifstofunni fyrir miðnætti og þennan síðasta dag fyrir lokun gluggans, afgreiddi skrifstofa KSÍ 215 félagaskipti. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - 15.5.2009

Í dag er síðasti dagur félagaskipta en félagaskiptaglugginn lokar núna 15. maí.  Nýr félagaskiptagluggi opnar 15. júlí næstkomandi og lokar 31. júlí.  Öll félagaskipti verða að berast skrifstofu KSÍ að fullu frágengin fyrir miðnætti í kvöld til þess að viðkomandi leikmaður öðlist keppnisleyfi með nýju félagi Lesa meira
 
FH blaðið 2009

FH blaðið 2009 komið út - 15.5.2009

FH-blaðið 2009 er komið út og í því má m.a. finna viðtal við Heimi Guðjónsson þjálfara FH, Davíð og Mafíu-foringjann Hemma feita, sem fer yfir sumarið, formaður fer yfir stöðu mála og margt annað fróðlegt má sjá í blaðinu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Þróttar og Fjölnis í Pepsi-deild karla breytt - 14.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur breytt leik Þróttar og Fjölnis í Pepsi deild karla vegna annarra menningartengdra viðburða í Laugardalnum daginn sem leikurinn fer fram, 23. maí.  Leiknum er seinkað um tvo klukkutíma.

Lesa meira
 
Leikskrá Grindavíkur 2009

Grindvíkingar gefa út glæsilega leikskrá - 13.5.2009

Grindvíkingar gefa út glæsilega 40 blaðsíðna leikskrá fyrir sumarið og er henni dreift í öll hús í Grindavík. Í leikskránni er m.a. fjallað um merkileg tímamót í sögu knattspyrnudeildarinnar því nú eru 40 ár liðin frá því Grindavík sendi í fyrsta skipti meistaraflokk til keppni á Íslandsmóti.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Leikir yngri flokka og eldri flokks staðfestir - 12.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir.  Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð. Lesa meira
 
Knattspyrnublað Keflavíkur

Knattspyrnublað Keflavíkur er komið út - 12.5.2009

Knattspyrnublað Keflavíkur er komið út. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni s.s. viðtöl við þjálfara karla og kvenna, fyrirliðar karla og kvenna ræða um mótið sem framundan er.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 15. maí - 11.5.2009

Föstudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Lesa meira
 
Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum

Fáni Heimsgöngunnar borinn inn á undan liðunum - 11.5.2009

Í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar sem eru í beinni útsendingu sjónvarps er fáni Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis borinn inn á undan liðunum, ásamt fána Pepsi-deildarinnar og Mastercard - Leikur án fordóma.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Hvenær verður dregið í VISA-bikarnum 2009? - 11.5.2009

Hvar og hvenær verður dregið í VISA-bikarnum 2009?  Allar dagsetningar eru klárar og hafa verið gefnar út í Handbók leikja.  Fyrsti dráttur er 4. júní, en þá verður dregið í 32-liða úrslit karla.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Hverjir verða bestir í Pepsi-deildinni 2009? - 11.5.2009

Líkt og undanfarin ár verða afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Bestu leikmenn, þjálfarar, dómarar og stuðningsmenn verða verðlaunaðir.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Norðmenn í efsta sæti háttvísislistans - 11.5.2009

Noregur hafnaði í efsta sæti Háttvísislista UEFA en listinn tekur á öllum leikjum á vegum UEFA.  Danir og Skotar komu í sætunum þar á eftir en þrjár efstu þjóðirnar fá aukasæti í undankeppni Evrópudeildar UEFA, tímabilið 2009-2010. Lesa meira
 
Árborg vann C deild Lengjubikars karla árið 2009

Árborg sigraði í C deild Lengjubikars karla - 11.5.2009

Árborg fór með sigur af hólmi í C deild Lengjubikars karla eftir úrslitaleik við Hvíta Riddarann.  Árborgarmenn sigruðu með fjórum mörkum gegn tveimur en leikið var á Varmárvelli. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir.  Fyrirliðarnir eru Rakel Hönnudóttir Þór/KA og Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki

Dómarar í Henson búningum - 9.5.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Henson hafa gert með sér samning um að dómarar muni klæðast Henson búningum í ár.  Hönnun búningana var í höndum KSÍ og Henson í samstarfi við íslenska dómara.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin hefst í dag - 9.5.2009

Í dag byrjar Pepsi-deildin að rúlla og það eru konurnar sem að hefja leik kl. 14:00 í dag með heilli umferð.  Karlarnir hefja svo leik á morgun með fimm leikjum en lokaleikur fyrstu umferðar hjá þeim verður leikinn á mánudaginn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Þrjú félög með miðasölu á midi.is - 8.5.2009

Þrjú félög í Pepsi-deild karla eru með netsölu aðgöngumiða í gegnum vefsíðuna midi.is.  Miðaverð fyrir 17 ára og eldri í netsölu er kr. 1.000, en fullt verð er kr. 1.200.  Félögin sem um ræðir eru FH, Fylkir og KR.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppnin - 8.5.2009

VISA-bikarinn 2009 er merkilegur fyrir þær sakir að þetta er í 50. sinn sem bikarkeppni KSÍ í karlaflokki er haldin.  Fyrsta bikarkeppnin var haldin árið 1960 og fóru flestir leikirnir fram á Melavellinum í Reykjavík.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH og Val spáð titlum í Pepsi-deildunum - 6.5.2009

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói í dag voru kynntar spár forráðamanna liðanna í deildunum.  Spárnar hljóðuðu upp á  að Íslandsmeistararnir verji titla sína, Valur hjá konunum og FH hjá körlunum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna í dag - 6.5.2009

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna 2009 fer fram í Háskólabíói miðvikudaginn 6. maí kl. 16:00.  Á staðnum verða fulltrúar allra félaganna auk fulltrúa KSÍ og Pepsi.  Meðal annars verður birt hin árlega spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir Kazakhstan - England - 6.5.2009

Annríki verður hjá íslenskum dómurum á erlendri grundu á næstunni en Kristinn Jakobsson mun dæma leik Kazakhstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Þá mun Magnús Þórisson dæma vináttulandsleik Wales og Eistlands í Wales, 29. maí

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla - 5.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla og hefur niðurröðunin verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð. Lesa meira
 
Grottumerki 2009

Titill á Seltjarnarnes - 5.5.2009

Grótta tryggði sér sigur í B deild Lengjubikars karla með því að leggja Fjarðabyggð í úrslitaleik.  Leikið var í Boganum á Akureyri og urðu lokatölur 2-1 Gróttumönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik, 2-0. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir sigraði B deild kvenna - 4.5.2009

Fylkisstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar í B deild Lengjubikars kvenna en þær lögðu ÍBV í lokaleiknum með þremur mörkum gegn engu.  Einungis var leikið í einum riðli í B deild kvenna og var því ekki leikinn eiginlegur úrslitaleikur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH sigraði í Meistarakeppni KSÍ - 4.5.2009

FH tryggði sér í kvöld annan titilinn á stuttum tíma þegar liðið tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ.  Í úrslitaleik sem leikinn var í Kórnum báru FH sigurorð á KR með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi, 2-0. Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

KFK leikur í 3. deild í sumar - 4.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Keilufélagið Keila (KFK) taki sæti Snæfells í C-riðli 3. deildar karla. Þrjú lið sendu staðfesta þátttökutilkynningu ásamt fjölda fyrirspurna frá öðrum félögum. Lesa meira
 
Handbók leikja 2009

Handbók leikja 2009 komin út - 4.5.2009

Handbók leikja 2009 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja. Lesa meira
 
Valur

Valssigur í Meistarakeppni kvenna - 4.5.2009

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ með því að leggja KR í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Val og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Þetta er þriðja árið í röð sem Valur vinnur þennan titil og í fimmta skiptið á síðustu sex árum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur leikstaður í Meistarakeppni karla - 3.5.2009

Ákveðið hefur verið að leikur FH og KR í Meistarakeppni karla fari fram í Kórnum en ekki á Kaplakrikavelli eins og fyrirhugað var.  Leikurinn hefst kl. 18:30, mánudaginn 4. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þór/KA tryggði sér Lengjubikarinn - 3.5.2009

Stúlkurnar í Þór/KA tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikar kvenna þegar þær lögðu Stjörnuna í úrslitaleik.  Lokatölur urðu þær að Þór/KA skoraði þrjú mörk gegn tveimur Stjörnustúlkna.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2009 - 3.5.2009

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
FH

FH lyfti Lengjubikarnum - 1.5.2009

FH tryggði sér í dag Lengjubikarinn þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla.  Hafnfirðingar skoruðu þrjú mörk gegn engu Kópavogsbúa en leikið var í Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna flýtt - 1.5.2009

Mótanefnd hefur tekið þá ákvörðun að flýta leik Vals og KR í Meistarakeppni kvenna um 2 daga og fer nú leikurinn fram sunnudaginn 3. maí.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars