The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508150242/http://www.ksi.is/mot/2003/06/12
Mótamál

Íslenskir dómarar á faraldsfæti

12.6.2003

Íslenskir dómarar voru á faraldsfæti í vikunni og dæmdu leiki í undankeppnum EM A-landsliða og U21 landsliða karla. Kristinn Jakobsson dæmdi viðureign Tékklands og Moldavíu í undankeppni EM sem fram fór í Tékklandi á miðvikudag. Aðstoðardómarar í leiknum voru Einar Guðmundsson og Eyjólfur Finnsson, en varadómari var Gylfi Orrason. Egill Már Markússon var dómari í undankeppni EM U21 landsliða, dæmdi leikinn Eistland - Króatía, sem fram fór í Valga í Eistlandi á þriðjudag. Aðstoðardómarar voru Sigurður Þór Þórsson og Einar Sigurðsson, en Jóhannes Valgeirsson var varadómari.




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan