The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160427133736/http://www.ksi.is:80/landslid

Landslið

Join us

Síðustu miðarnir á EM fara í sölu þann 26. apríl - 22.4.2016

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á EM en hafa áhuga á að fara geta mögulega keypt miða í gegnum miðasölu sem opnar þann 26. apríl. Um er að ræða fyrstur kemur - fyrstur fær og skiptir því mestu máli að fara strax á miðasölukerfi UEFA þegar salan opnar til að sækja um miða.

Lesa meira
 
A landsliðs karla

Ingólfstorg verður EM-torg - 20.4.2016

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa hafa staðfest samstarf við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir um viðburði á Ingólfstorgi á meðan á úrslitakeppni EM 2016 stendur í sumar.  Settur verður upp risaskjár þar sem allir leikir mótsins verða sýndir.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Lokahópur fyrir Finnland - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í UEFA móti vegna U 17 liðs kvenna sem haldið verður í Eerikkilä í Finnlandi dagana 5. – 10. maí. Leikir fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn fyrir UEFA mót í Finnlandi - Uppfært - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnir til þátttöku í UEFA móti sem haldið verður í Eerikkilä Finnlandi.

Lesa meira
 

Fimm marka sigur í Minsk - 12.4.2016

A landslið kvenna vann öruggan fimm marka sigur á liði Hvíta-Rússlands þegar liðin mættust í undankeppni EM 2017 í Minsk í dag, þriðjudag.  Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum.  Úrslitin þýða að Ísland er með fullt hús eftir fjóra leiki og fylgir Skotlandi fast eftir í baráttunni um toppsætið.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum - 11.4.2016

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hvít-Rússum klukkan 15:00 í dag. Elísa Viðarsdóttir leikur sinn 25. landsleik í dag fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 

A kvenna mætir Hvít-Rússum á þriðjudag - 11.4.2016

A landslið kvenna mætir Hvít-Rússum í Minsk á þriðjudag, í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA - byrjunarliðum, textalýsingu, og tölfræði.  

Lesa meira
 

Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA - 7.4.2016

Karla­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um þrjú sæti og er í 35. sæti á nýj­um styrk­leikalista Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins sem gef­inn var út í morg­un, fimmtudag.

Lesa meira
 

U17 karla – Sigur á Grikklandi en það dugði ekki til - 3.4.2016

U17 lið karla vann í dag 1-0 sigur á Grikklandi í milliriðli fyrir EM. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Austurríki vann á sama tíma 2-1 sigur á Frökkum í riðlinum og það er því ljóst að Austurríki endar í 2. sæti.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðshópurinn sem mætir Hvíta Rússlandi - 1.4.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur gegn Hvíta Rússland í Minsk þann 12. apríl n.k. Sif Atladóttir kemur aftur í hópinn eftir að vera fjarverandi vegna meiðsla í undanförnum verkefnum.

Lesa meira
 

U17 karla – Naumt tap gegn Frökkum - 31.3.2016

Ísland tapaði í 1-0 gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í milliriðli í EM. Ísland er því með 1 stig en Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins ef Frakkar eru með 6 stig og ekkert lið getur náð þeim.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland leikur við Frakka í dag, fimmtudag - 31.3.2016

U17 ára lið karla leikur í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM. Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum sem var gegn Austurríki og endaði hann með markalausu jafntefli. Frakkar unnu hinsvegar Grikki 1-0 í fyrsta leik sínum og eru á toppi riðilsins með 3 stig.

Lesa meira
 

Öflug endurkoma í Aþenu - 29.3.2016

A landslið karla mætti Grikklandi í vináttulandsleik í Aþenu í kvöld, þriðjudagskvöld.  Grikkirnir byrjuðu betur og náðu tveggja marka forystu áður en íslenska liðið minnkaði muninn.  Ísland var mun sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tvö mörk tryggðu íslenskan sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla:  Markalaust jafntefli gegn Austurríki - 29.3.2016

U17 landslið karla hóf keppni í EM milliriðli í dag, þriðjudag, en leikið er í Frakklandi.  Fyrsti mótherji Íslands var Austurríki og gerðu liðin markalaust jafntefli í annars fjörugum leik.  Austurríkismenn áttu fleiri færi í leiknum, en bæði lið voru nálægt því að skora.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Heimastúlkur sterkari í lokaleiknum - 29.3.2016

Stelpurnar í U17 luku í dag leik í milliriðli EM en hann fór fram í Serbíu að þessu sinni.  Leikið var gegn heimastúlkum í dag sem höfðu öruggan sigur, 5 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins, á eftir Englendingum og Serbum en á undan Belgum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 29.3.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfingar um komandi helgi en æft verður í Kórnum og í Egilshöll.  Boðaðir eru 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 11 félögum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið gegn Austurríki í dag - 29.3.2016

Strákarnir í U17 karla hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Frakklandi.  Fyrstu mótherjarnir eru Austurríkismenn og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Á sama tíma mætast heimamenn og Grikkir.  Íslendingar mæta svo heimamönnum á fimmtudaginn og leika gegn Grikkjum á sunnudag.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Grikkjum - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Dönum enda eru landsliðsþjálfararnir að leyfa fleiri leikmönnum að spreyta sig.

Lesa meira
 

A karla – Ísland leikur við Grikkland í dag, þriðjudag - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en Ísland lék á dögunum við Dani og tapaði 2-1.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Serbíu á þriðjudag - 28.3.2016

U17 landslið kvenna mætir Serbum á þriðjudag í lokaumferð milliriðils fyrir úrslitakeppni EM, en leikstaðurinn er einmitt Serbía.  Þetta er úrslitaleikur um annað sæti riðilsins og á sama tíma leika Englendingar og Belgar, en þær fyrrnefndu hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög