The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821002029/http://www.ksi.is/fraedsla/2006/03

Fræðsla

Knattspyrna á Íslandi

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist - 27.3.2006

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár.  Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum - 27.3.2006

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 27.3.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Luka Kostic

Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin - 17.3.2006

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku.  Reykjanesbær, Höfn og Selfoss eru áfangastaðirnir.

Lesa meira
 
UEFA

Halldór Örn á grasrótarrráðstefnu í Sviss - 13.3.2006

Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála á skrifstofu KSÍ, sækir í vikunni UEFA-ráðstefnu um grasrótarmál í Nyon í Sviss.  Yfirskrift ráðstefnunnar er "Knattspyrna í dag og á morgun". Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ hefur sölu á DVD disk með knatttækniæfingum - 10.3.2006

KSÍ hefur hafið sölu á DVD diski frá austurríska knattspyrnusambandinu (Challenge 2008) sem miðar að því að bæta knatttækni hjá leikmönnum.  DVD diskurinn nýtist bæði þjálfurum og leikmönnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 8.3.2006

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins frá og með 1. apríl næstkomandi.  Meginverkefnin eru störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

Fyrstu UEFA A þjálfararnir útskrifaðir - 4.3.2006

Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Lesa meira
 
UEFA

22 þjálfarar útskrifast með UEFA A þjálfararéttindi - 3.3.2006

KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir. 

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010