The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726185957/http://www.ksi.is:80/domaramal/

Dómaramál

Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö - 22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Gylfi Már Sigurðsson 2013

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi - 16.7.2014

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna - 11.7.2014

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 9.7.2014

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi - 8.7.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð - 5.7.2014

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Færeyjum - Finnskir og færeyskir dómarar dæma hér á landi - 20.6.2014

Eins og undanfarin ár standa norrænu knattspyrnusamböndin að dómaraskiptum þar sem efnilegum dómurum gefst kostur á því að dæma í öðrum löndum.  Ívar Orri Kristjánsson dæmir tvo leiki í Færeyjum og færeyskir og finnskir dómarar verða að störfum hér á landi á laugardaginn.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Liechtenstein - 4.6.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í dag, miðvikudaginn 4. júní,  leik Liechtenstein og Úkraínu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Eschen í Liechtenstein.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson og varadómari er Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Rúna Kristín að störfum

Rúna aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu - 7.5.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður í Shrewsbury á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Rúna starfar á leiknum með sænskum dómara og aðstoðardómara. Þá hefur Rúna einnig verið valin sem einn átta af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer í Noregi, 15. - 27. júlí. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara og eftirlitsmenn 2014 - 28.4.2014

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ á föstudaginn. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl - 22.4.2014

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl síðastliðinn en lokaundirbúningur landsdómara er nú í fullum gangi líkt og hjá leikmönnum.  Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var m.a. yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir keppnistímabilið 2014. Lesa meira
 

Þættir um dómara hefjast á Stöð 2 Sport á fimmtudag - 9.4.2014

Þriðja liðið er fjögurra þátta sería sem fjallar um knattspyrnu út frá sjónarhorni dómaranna. Í þáttunum fylgjum við dómurum eftir í undirbúningi þeirra, æfingum, leikjum og fáum einnig að heyra hvað fer þeim á milli á meðan leik stendur.

Lesa meira
 

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík  - 3.4.2014

Þann 10. apríl fer fram unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ.  Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík í bili. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeiði hjá FH frestað um óákveðinn tíma - 25.3.2014

Unglingadómaranámskeiði sem átti að fara fram hjá FH á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið koma síðar.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 27. mars - 21.3.2014

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Ívar Orri til Englands - 17.3.2014

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ívar Orri Kristjánsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Vikingi mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.  Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 - 11.3.2014

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 eru nú aðgengileg hér á heimasíðunni í íslenskri þýðingu.  Alþjóðanefndin (IFAB) kom saman 1. mars síðastliðinn og voru engar efnislegar breytingar gerðar á lögunum heldur var eingöngu um smávægilegar breytingar á texta laganna. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001