The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821085810/http://www.ksi.is/fraedsla/2014/03

Fræðsla

11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga - 31.3.2014

Miðvikudaginn 2. apríl klukkan mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð og verður sýndur beint á Sport TV Lesa meira
 

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í heimsókn hjá KSÍ - 31.3.2014

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í Mosfellsbæ og makar þeirra komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í vikunni sem leið.  Um er að ræða mánaðarlega kynnisferð þessa hóps.  Það voru þeir Ásgrímur og Stefán Teitur, 10. bekkjarnemendur af Akranesi, sem tóku myndirnar með þessari frétt.

Lesa meira
 
Starfskynning

Ungir Skagamenn í starfskynningu hjá KSÍ - 28.3.2014

Átta ungir Skagamenn voru í starfskynningu hjá KSÍ í vikunni og er starfskynningin hluti af skólagöngu 10. bekkinga.  Piltunum voru falin ýmis verkefni og eitt af þeim var að skrifa frétt á ksi.is.  Björn Ingi og Gylfi Brynjar tóku það verk að sér.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Súpufundi um ferðakostnað félaga frestað um eina viku - 26.3.2014

Súpufundi um ferðakostnað félaga, sem halda átti í hádeginu í dag, miðvikudaginn 26. mars, hefur verið frestað um eina viku þar sem annar fyrirlesaranna kemst ekki til fundarins vegna ófærðar.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga beint á Sport TV - FRESTAÐ UM EINA VIKU! - 19.3.2014

Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Ísafirði á þriðjudag og miðvikudag - 10.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Ísafirði á þriðjudaginn og miðvikudaginn 11. - 12. mars. Þorlákur Árnason verður með æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 3. og 4. flokki.

Lesa meira
 
Mottumars 2014

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2014 - 4.3.2014

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins.  Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður.  KSÍ hvetur alla sem þetta lesa til að skrá sig til þátttöku. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ III á Akureyri aflýst - 3.3.2014

Knattspyrnusamband Íslands hefur neyðst til að aflýsa 3. stigs þjálfaranámskeiði, sem fara átti fram helgina 21.-23. mars á Akureyri. Ástæða aflýsingarinnar er dræm þátttaka. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Hæfileikamótun KSÍ í Fjarðabyggðarhöll - 3.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag. Þar verða æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 4. flokki.  Stúlkurnar byrja kl.16.00 og strákarnir kl.17.15.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.


Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001