The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821001921/http://www.ksi.is/fraedsla/2012/05

Fræðsla

UEFA

Luku 30 eininga háskólanámi á vegum UEFA - 21.5.2012

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, luku nýlega 30 eininga háskólanámi í knattspyrnusértækri viðburðastjórnun. Námið, sem er diplomanám, er á vegum UEFA og er stýrt af IDHEAP menntastofnuninni, sem er hluti af háskólanum í Lausanne.

Lesa meira
 
Special-Olympics-2012

Fjör á Íslandsleikunum - 18.5.2012

Íslandsleikarnir voru samstarfsverkefni Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnufélagsins Víkings og fóru fram í tengslum við Evrópuviku UEFA og Special Olympics í Evrópu. Sex lið tóku þátt í mótinu, blönduð lið karla og kvenna.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. karla og 6. karla í sumar - 18.5.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 6. flokk karla núna í sumar. Áhugasömum er bent á að hafa sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 
Julius-markvordur

Markmannsskóli KSÍ - Tilkynna þarf þátttöku fyrir 30. maí - 16.5.2012

Í sumar mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublaði og senda til KSÍ fyrir 30. maí. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.

Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Trúnaðarmenn landshluta – Atli Eðvaldsson ráðinn - 16.5.2012

Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ þar sem trúnaðarmenn eru ráðnir til landshlutanna.  Nú hefur Atli Eðvaldsson verið ráðinn sem trúnaðarmaður Suð-Vesturlands en áður höfðu Pétur Ólafsson verið ráðinn fyrir Norðurland og Eysteinn Húni Hauksson fyrir Austurland.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Fitness þjálfun knattspyrnumanna - endurmenntunarnámskeið - 7.5.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna.  Hér er um frábært tækifæri að ræða fyrir þjálfara þar sem Magni Mohr er í fremstu röð á sínu sviði og mun fara yfir það nýjasta í þessum fræðum.

Lesa meira
 
sjalandsskoli-003

Krakkar úr Sjálandsskóla í heimsókn - 3.5.2012

Það var stór hópur af hressum krökkum í 5. bekk Sjálandsskóla í Garðabæ sem heimsótti höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í dag, fimmtudag. Krakkarnir fengu kynningu á starfsemi og aðstöðu KSÍ og Laugardalsvallar og þreyttu síðan nokkrar laufléttar knattþrautir. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010