The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821005427/http://www.ksi.is/fraedsla/2009/11

Fræðsla

Grundaskóli

Þjálfarar landsliða í heimsóknum - 27.11.2009

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Þjálfarar A-landsliðs kvenna og U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Vilt þú fara á UEFA Pro námskeið? - 25.11.2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu og er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr - 25.11.2009

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins.

Lesa meira
 
ÍBV

28 þátttakendur í Vestmannaeyjum - 24.11.2009

Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.

Lesa meira
 
Formannafundur 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra - 23.11.2009

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 19.11.2009

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2.fl kvenna.  Áhugasamir hafi samband við formann meistaraflokksráðs, Jóhannes Sveinbjörnsson, í síma 8561677 eða póstfangið [email protected]. Lesa meira
 
Frá Landsdómararáðstefnu í nóvember 2009

Landsdómararáðstefna var haldin um helgina - 17.11.2009

Þriðja Landsdómararáðstefna ársins 2009 var haldin síðastliðinn laugardag og fór hún fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var Thor Aage Egeland sálfræðingur norska Knattspyrnusambandsins

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum - 9.11.2009

Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara hjá meistaraflokki kvenna - 6.11.2009

Knattspyrnudeild ÍR leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu í meistaraflokki. Áhugasamir hafi samband við Úlfhildi í gsm: 695-8805/[email protected] eða Bjarna í gsm: 617-7759.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 20. nóvember - 6.11.2009

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, föstudaginn 20. nóvember næstkomandi klukkan 20:00.

Lesa meira
 
UEFA

Sótti UEFA-námskeið í viðburðastjórnun - 5.11.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sótti í vikunni UEFA-námskeið sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi.  Námskeiðið var beint framhald af UEFA-námskeiði sem haldið var á Íslandi í maí 2009 og fjallaði um viðburðastjórnun (Event Management).

Lesa meira
 
undirbuningur-domara-2009

Undirbúningur hafinn hjá dómurum - 5.11.2009

Í gær hófst undirbúningur dómara fyrir næsta keppnistímabil.  Æft er á tveimur stöðum á landinu þ.e.a.s. á Akureyri og í Reykjavík.  Í gær var fyrsta æfing vetrarins þar sem dómararnir voru mældir í bak og fyrir.

Lesa meira
 
Þór

Markvarðanámskeið á Akureyri - 5.11.2009

Helgina 20. – 22. nóvember nk. ætlar Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu að halda markvarðanámskeið á vegum Þórs í Boganum á Akureyri.  Kostnaður við námskeiðið er 6500 krónur á hvern þátttakenda og fer skráning fram í tölvupósti hjá Hlyn Birgissyni yfirþjálfara Þórs Akureyri. Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

UEFA A endurmenntun þriðjudaginn 10. nóvember - 5.11.2009

Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið kostar 2.000 krónur.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 4.11.2009

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2010. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu (ásamt andlitsmynd og meðmælum) skal senda á [email protected] síðasta lagi 15. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið í KA heimilinu 11. nóvember - 3.11.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu  11. nóvember  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfari í bandarísku kvennadeildinni með fyrirlestur - 2.11.2009

Pauliina Miettinen, þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna, heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010