The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821001802/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/8035
Fræðsla
UEFA

Sótti UEFA-námskeið í viðburðastjórnun

Haldið í Istanbul í Tyrklandi

5.11.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sótti í vikunni UEFA-námskeið sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi.  Námskeiðið er hluti af KISS (Knowledge and Information Sharing Scenario) prógrammi UEFA og var beint framhald af KISS námskeiði sem haldið var á Íslandi í maí 2009.  Viðfangsefnið var viðburðastjórnun (Event Management).

Þátttakendur komu frá 15 aðildarlöndum UEFA, en þó enginn frá stærstu samböndunum, allt frá millistórum og litlum samböndum.  Farið var á leik Besiktas og Wolfsburg í Meistaradeild UEFA þar sem allur undirbúningur leiksins var skoðaður gaumgæfilega og fylgst með framkvæmd hans.

Farið var yfir hin ýmsu viðfangsefni tengt viðburðastjórnun í tengslum við knattspyrnuleik af.  Gæsla og öryggi, aðskilnaður áhorfenda, salernisaðstaða, miðasala, veitingar (almennar og VIP), fjölmiðlar (sjónvarp sérstaklega), og öll önnur aðstaða og þjónusta sem tengist leik í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA.  Til að kynnast viðfangsefninu sem best var leikvangur Besiktas, Unönü, heimsóttur daginn fyrir leik liðsins við Wolfsburg í Meistaradeildinni, og svo aftur á leikdegi. 











2011Forsidumyndir2011-001