Wikipedia:Stílviðmið
Þessi síða
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Stílviðmið eru reglur Íslensku Wikipediu um frágang og útlit á greinum. Einnig er hér að finna reglu um undirskriftir sem gildir um spjallsíður.
Fyrsta málsgrein greinar skal alltaf byrja á titli greinar með feitletrun og lýsingu á viðfangsefninu. Atriði sem tengjast viðfangsefni með beinum hætti skulu vera skáletruð, t.d. plötur hljómsveitar. Titill bóka, kvikmynda, hljómplatna og tölvuleikja skal hafa bæði feitletrun og skáletrun. Dæmi: "Epli er ávöxtur af rósaætt.", "Die another day er bandarísk njósnamynd."
Feitletrun er sjálfvirkt bætt við fyrirsagnir á stigi 3 (=== Fyrirsögn ===
, undirfyrirsögn 1 í sýnilega ritlinum), í listum (; Blikkljós
), haus taflna og tenglum á sömu grein og lesandi er á. Einnig má merkja texta þegar tilgangur merkingarinnar er nefnd í texta. Nota skal orðið feitletrun í setningunni sem nefnir tilgang merkingarinnar. Bannað er að nota feitletrun á annan hátt. Dæmi: Leyft - "Listi yfir sigurvegara úrvalsdeildar karla í körfuknattleik
- Grindavík 1996, 2012, 2013
Feitletruð ár eru ár þegar lið komst í úrslitakeppni"
Málfræði greina skal fara eftir málfræðireglum ríkisstofnana og algengri málvenju.
Snið í flokknum Flokkur:Upplýsingasnið skulu vera ofarlega í greinum. Snið í flokknum Flokkur:Þemasnið og undirflokkum þess skulu vera neðalega í grein, ásamt Snið:Stubbur og flokkum.
Ytri tenglar skulu vera í sérstökum "ytri tengla" kafla, "tengla" kafla, heimildum og/eða í upplýsingasniði og hvergi annarstaðar. Dæmi: Bannað - "Skjaldbakan fór framhjá sofandi héranum. http://example.com". Leyft - "
Ytri tenglar
[breyta frumkóða]- http://example.com (== Ytri tenglar == *http://example.com)"
eða "|vefslóð = http://example.com" í sniði.
Tenglar skulu tengja á efni sem hjálpar við skilning greinarinnar eða hefur tengsl við efni greinar. Aldrei skal tengja á efni sem myndi aðeins vera orðabókaskilgreining. Tenglar mega vera rauðir. Tenglar á önnur tungumál wikipediu skulu annaðhvort vera í kaflanum "innri tenglar" eða tengdir með ill sniðinu, t.d. "Wikipedia ({{ill|Wikipedia|en|Wikipedia}})" eða "
Innri tenglar
[breyta frumkóða]- en:Earth (== Innri tenglar == * [[:en:Earth]])".
Tenglar á greinar á öðrum Wikipediu síðum um sama viðfangsefni og grein (tungumálatenglar) eiga bara að vera á Wikidata, nema um kaflatengil sé um að ræða. Dæmi: Leyft - "en:Bonny and Clyde#Clyde ([[en:Bonny and Clyde#Clyde]])" í grein bara um Clyde úr þjófa tvíeykinu Bonny og Clyde. Bannað - "en:Bonny and Clyde ([[en:Bonny and Clyde]])" í grein um þjófa tvíeykið Bonny og Clyde.
Kaflarnir "innri tenglar" og "ytri tenglar" mega bara vera listar, þ.e. "* tengill", "; tengill", "- tengill" eða "# tengill" ef ástæða er fyrir númeruðum lista. Þetta er tæmandi listi yfir form lista. Dæmi: "
Innri tenglar
[breyta frumkóða]- en:Earth (== Innri tenglar == * [[:en:Earth]])"
Tenglar skulu ekki vísa á aðgreiningarsíður, nema texti greinarinnar geri ekki greinarmun á síðunum eða hann er notaður til að gera greinarmun á síðum. Dæmi: "5. mars", ekki "5. mars". Snið á borð við Snið:Aðgreiningartengill ({{Aðgreiningartengill}}) gera greinarmun á síðum.
Fyrirsagnir skulu vera í réttri röð. Ekki má nota stærstu fyrirsögnina, enda er hún í notkun efst á öllum síðum, þ.e. "síðutitill" í sýnilega ritlinum eða <h1>Fyrirsögn</h1>, = Fyrirsögn = . Fyrirsögn 2 skal vera á undan fyrirsögn 3. Ekki má sleppa úr tölu og nota fyrirsögn 5 fyrir neðan fyrirsögn 3. Þannig skal í wikikóða ritlinum aðeins bæta við einu samasemmerki sitt hvorum megin við nafn fyrirsagnar miðað við fyrirsögn á undan og í sýnilega ritlinum skal fylgja sömu röð og er í fellilistanum yfir fyrirsagnir. Dæmi "
Fyrirsögn
[breyta frumkóða]Fyrirsögn
[breyta frumkóða](===Fyrirsögn=== ====Fyrirsögn====)
" er í lagi, en "
Fyrirsögn
[breyta frumkóða]Fyrirsögn
[breyta frumkóða](===Fyrirsögn=== =====Fyrirsögn=====)" er bannað. Bannað er að nota feitletraðan eða skáletraðan texta í fyrirsögnum, dæmi
Fyrirsögn
[breyta frumkóða](==='''Fyrirsögn'''===)
Fyrirsagnir mega ekki innihalda heimildir, tengla á margmiðlunarefni, tilvísanir eða nota snið. Dæmi: Bannað - == [[Mynd:Example.jpg|thumb]] ==, == Albert<ref>http://example.com dæmi</ref> ==, == Albert {{x}} ==
Tilvitnanir skal nota sparlega. Tilvitnun skal vera styttri en fjórar setningar. Tilvitnanir skulu nota gæsalappir eða tilvísunarsnið eins og snið:Tilvitnun. Allar tilvitnanir verða að tilgreina uppruna. Fylgja skal orðalagi tilvitnunar eins og kostur er.
Gefa skal upp stærðir með SI-mælieiningum, t.d. metri og gramm. Tilgreina má nokkrar mælieiningar, dæmi: 10 kílógrömm (22 pund).
Nota skal Snið:Hreingerning á síðum sem hafa vandamál sem eru listuð hér. Sé Snið:Hreingerning notað til að merkja vandamál sem er ekki skráð hér, skal tilgreina ástæðu. Þessi regla er ekki afturvirk; gildir ekki fyrir tilkomu hennar. Dæmi "{{Hreingera|ástæða}}".
Töflur skal eingöngu nota sem gagnatöflur, ekki til þess að uppfylla hönnunarhugmyndir. Nota skal aðrar lausnir eins og DIV og CSS grid í þeim tilvikum. Dæmi: Bannað - "
![]() | ![]() |
(<table><tr><td>[[Mynd:Example.jpg|thumb]]</td><td>[[Mynd:Example.png|thumb]]</td></tr></table>)" Leyft - "
({{multiple image | align = left | image1 = Example.jpg | image2 = Example.png }})"
<span> skal aðeins nota fyrir samfelldan texta án nýrrar línu. Ef þörf er á nýrri línu skal nota <div> í staðinn. Dæmi: Bannað - A
B (<span>A B</span>). Leyft -
(<div>A B</div>)
Ekki skal framkvæma breytingu sem eingöngu breytir hlutum sem hafa engar sýnlegar breytingar í lesham, án þess að tæknileg ástæða sé fyrir því. Þannig er breyting úr html4 kóða í html5 leyfð sem tæknileg breyting (t.d. <font color="green"></font> í <span style="color:green"></span>), en breyting sem bætir við eða/og fjarlægir bil fremst eða aftast í fyrirsögn er bönnuð (t.d. == Fyrirsögn == í ==Fyrirsögn==) - enda enginn sýnilegur munur þar í lesham.
Heimilt er að framkvæma slíka breytingu sem hefur engar sýnilegar breytingar með öðrum breytingum.
Myndir skulu alltaf vera af sama viðfangsefni og textinn er að lýsa. Forðast skal að hafa nokkrar myndir sem eru líkar eða gegna sama hlutverki. Dæmi: Kafli um höfn Sydney í Ástralíu hefur mynd af því hverfi, ekki nærmynd af Óperuhúsinu í Sydney (sjá mynd).
Undirritun á spjallsíðum skal alltaf vísa á annaðhvort notendasíðu eða notendaspjallsíðu viðkomandi og vera með tímann á því þegar breytingin var gerð. Notendasíðan eða tengillinn á framlögin verður að vera á undan tímanum. Snið:Óundirritað skal nota þegar notandi gleymir að skrifa undir. Dæmi: "Notandi:X 1. maí 2020 kl. 12:00 (UTC)", ekki "1. maí 2020 kl. 12:00 (UTC) Notandi:X" eða "Notandi:X".
Fyrirmyndir
[breyta frumkóða]- Vísindi: Niels Henrik Abel, Ríki (flokkunarfræði), Sólin
- Tækni: Rúnir
- Samfélag: Byrgið, Samráð olíufélaganna, Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
- Menning: Fylkið, Hallgrímur Pétursson
- Saga: Grikkland hið forna, Morðbréfamálið, Saharaverslunin
- Landafræði: Norðurslóðir