Fara í innihald

Wikipedia:Stílviðmið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stílviðmið eru reglur Íslensku Wikipediu um frágang og útlit á greinum. Einnig er hér að finna reglu um undirskriftir sem gildir um spjallsíður.


Fyrsta málsgrein greinar skal alltaf byrja á titli greinar með feitletrun og lýsingu á viðfangsefninu. Atriði sem tengjast viðfangsefni með beinum hætti skulu vera skáletruð, t.d. plötur hljómsveitar. Titill bóka, kvikmynda, hljómplatna og tölvuleikja skal hafa bæði feitletrun og skáletrun. Dæmi: "Epli er ávöxtur af rósaætt.", "Die another day er bandarísk njósnamynd."


Feitletrun er sjálfvirkt bætt við fyrirsagnir á stigi 3 (=== Fyrirsögn ===, undirfyrirsögn 1 í sýnilega ritlinum), í listum (; Blikkljós), haus taflna og tenglum á sömu grein og lesandi er á. Einnig má merkja texta þegar tilgangur merkingarinnar er nefnd í texta. Nota skal orðið feitletrun í setningunni sem nefnir tilgang merkingarinnar. Bannað er að nota feitletrun á annan hátt. Dæmi: Leyft - "Listi yfir sigurvegara úrvalsdeildar karla í körfuknattleik

  • Grindavík 1996, 2012, 2013

Feitletruð ár eru ár þegar lið komst í úrslitakeppni"


Málfræði greina skal fara eftir málfræðireglum ríkisstofnana og algengri málvenju.


Snið í flokknum Flokkur:Upplýsingasnið skulu vera ofarlega í greinum. Snið í flokknum Flokkur:Þemasnið og undirflokkum þess skulu vera neðalega í grein, ásamt Snið:Stubbur og flokkum.


Ytri tenglar skulu vera í sérstökum "ytri tengla" kafla, "tengla" kafla, heimildum og/eða í upplýsingasniði og hvergi annarstaðar. Dæmi: Bannað - "Skjaldbakan fór framhjá sofandi héranum. http://example.com". Leyft - "

Ytri tenglar

[breyta frumkóða]

eða "|vefslóð = http://example.com" í sniði.


Tenglar skulu tengja á efni sem hjálpar við skilning greinarinnar eða hefur tengsl við efni greinar. Aldrei skal tengja á efni sem myndi aðeins vera orðabókaskilgreining. Tenglar mega vera rauðir. Tenglar á önnur tungumál wikipediu skulu annaðhvort vera í kaflanum "innri tenglar" eða tengdir með ill sniðinu, t.d. "Wikipedia ({{ill|Wikipedia|en|Wikipedia}})" eða "

Innri tenglar

[breyta frumkóða]
  • en:Earth (== Innri tenglar == * [[:en:Earth]])".


Tenglar á greinar á öðrum Wikipediu síðum um sama viðfangsefni og grein (tungumálatenglar) eiga bara að vera á Wikidata, nema um kaflatengil sé um að ræða. Dæmi: Leyft - "en:Bonny and Clyde#Clyde ([[en:Bonny and Clyde#Clyde]])" í grein bara um Clyde úr þjófa tvíeykinu Bonny og Clyde. Bannað - "en:Bonny and Clyde ([[en:Bonny and Clyde]])" í grein um þjófa tvíeykið Bonny og Clyde.


Kaflarnir "innri tenglar" og "ytri tenglar" mega bara vera listar, þ.e. "* tengill", "; tengill", "- tengill" eða "# tengill" ef ástæða er fyrir númeruðum lista. Þetta er tæmandi listi yfir form lista. Dæmi: "

Innri tenglar

[breyta frumkóða]
  • en:Earth (== Innri tenglar == * [[:en:Earth]])"


Tenglar skulu ekki vísa á aðgreiningarsíður, nema texti greinarinnar geri ekki greinarmun á síðunum eða hann er notaður til að gera greinarmun á síðum. Dæmi: "5. mars", ekki "5. mars". Snið á borð við Snið:Aðgreiningartengill ({{Aðgreiningartengill}}) gera greinarmun á síðum.


Fyrirsagnir skulu vera í réttri röð. Ekki má nota stærstu fyrirsögnina, enda er hún í notkun efst á öllum síðum, þ.e. "síðutitill" í sýnilega ritlinum eða <h1>Fyrirsögn</h1>, = Fyrirsögn = . Fyrirsögn 2 skal vera á undan fyrirsögn 3. Ekki má sleppa úr tölu og nota fyrirsögn 5 fyrir neðan fyrirsögn 3. Þannig skal í wikikóða ritlinum aðeins bæta við einu samasemmerki sitt hvorum megin við nafn fyrirsagnar miðað við fyrirsögn á undan og í sýnilega ritlinum skal fylgja sömu röð og er í fellilistanum yfir fyrirsagnir. Dæmi "

Fyrirsögn

[breyta frumkóða]

Fyrirsögn

[breyta frumkóða]

(===Fyrirsögn=== ====Fyrirsögn====)

" er í lagi, en "

Fyrirsögn

[breyta frumkóða]
Fyrirsögn
[breyta frumkóða]

(===Fyrirsögn=== =====Fyrirsögn=====)" er bannað. Bannað er að nota feitletraðan eða skáletraðan texta í fyrirsögnum, dæmi

Fyrirsögn

[breyta frumkóða]

(==='''Fyrirsögn'''===)


Fyrirsagnir mega ekki innihalda heimildir, tengla á margmiðlunarefni, tilvísanir eða nota snið. Dæmi: Bannað - == [[Mynd:Example.jpg|thumb]] ==, == Albert<ref>http://example.com dæmi</ref> ==, == Albert {{x}} ==


Tilvitnanir skal nota sparlega. Tilvitnun skal vera styttri en fjórar setningar. Tilvitnanir skulu nota gæsalappir eða tilvísunarsnið eins og snið:Tilvitnun. Allar tilvitnanir verða að tilgreina uppruna. Fylgja skal orðalagi tilvitnunar eins og kostur er.


Gefa skal upp stærðir með SI-mælieiningum, t.d. metri og gramm. Tilgreina má nokkrar mælieiningar, dæmi: 10 kílógrömm (22 pund).


Nota skal Snið:Hreingerning á síðum sem hafa vandamál sem eru listuð hér. Sé Snið:Hreingerning notað til að merkja vandamál sem er ekki skráð hér, skal tilgreina ástæðu. Þessi regla er ekki afturvirk; gildir ekki fyrir tilkomu hennar. Dæmi "{{Hreingera|ástæða}}".


Töflur skal eingöngu nota sem gagnatöflur, ekki til þess að uppfylla hönnunarhugmyndir. Nota skal aðrar lausnir eins og DIV og CSS grid í þeim tilvikum. Dæmi: Bannað - "

(<table><tr><td>[[Mynd:Example.jpg|thumb]]</td><td>[[Mynd:Example.png|thumb]]</td></tr></table>)" Leyft - "

({{multiple image | align = left | image1 = Example.jpg | image2 = Example.png }})"


<span> skal aðeins nota fyrir samfelldan texta án nýrrar línu. Ef þörf er á nýrri línu skal nota <div> í staðinn. Dæmi: Bannað - A

B (<span>A B</span>). Leyft -

A B

(<div>A B</div>)


Ekki skal framkvæma breytingu sem eingöngu breytir hlutum sem hafa engar sýnlegar breytingar í lesham, án þess að tæknileg ástæða sé fyrir því. Þannig er breyting úr html4 kóða í html5 leyfð sem tæknileg breyting (t.d. <font color="green"></font> í <span style="color:green"></span>), en breyting sem bætir við eða/og fjarlægir bil fremst eða aftast í fyrirsögn er bönnuð (t.d. == Fyrirsögn == í ==Fyrirsögn==) - enda enginn sýnilegur munur þar í lesham. Heimilt er að framkvæma slíka breytingu sem hefur engar sýnilegar breytingar með öðrum breytingum.


Þak óperuhússins í Sidney með þyrlu í bakgrunni
Þetta er ekki besta leiðin til að sýna Óperuhúsið í Sydney eða höfn Sydney.

Myndir skulu alltaf vera af sama viðfangsefni og textinn er að lýsa. Forðast skal að hafa nokkrar myndir sem eru líkar eða gegna sama hlutverki. Dæmi: Kafli um höfn Sydney í Ástralíu hefur mynd af því hverfi, ekki nærmynd af Óperuhúsinu í Sydney (sjá mynd).


Undirritun á spjallsíðum skal alltaf vísa á annaðhvort notendasíðu eða notendaspjallsíðu viðkomandi og vera með tímann á því þegar breytingin var gerð. Notendasíðan eða tengillinn á framlögin verður að vera á undan tímanum. Snið:Óundirritað skal nota þegar notandi gleymir að skrifa undir. Dæmi: "Notandi:X 1. maí 2020 kl. 12:00 (UTC)", ekki "1. maí 2020 kl. 12:00 (UTC) Notandi:X" eða "Notandi:X".[svara]

Fyrirmyndir

[breyta frumkóða]