9. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | |||
2025 Allir dagar |
9. apríl er 99. dagur ársins (100. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 266 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 193 - Septimius Severus varð Rómarkeisari.
- 1363 - Hákon 6. Magnússon gekk að eiga Margréti Valdimarsdóttur í Kaupmannahöfn.
- 1378 - Eftir dauða Gregoríusar páfa kom til óeirða í Róm þar sem þess var krafist að Rómverji yrði kosinn páfi til að tryggja að páfastóll yrði um kyrrt í borginni en Gregoríus hafði flutt sig þangað frá Avignon ári fyrr. Bartolomeo Prignano, erkibiskup í Bari (Ítali en þó ekki Rómverji), var kjörinn páfi sem Úrbanus 6..
- 1483 - Játvarður 5. varð konungur Englands, tólf ára að aldri, en var komið fyrir í Lundúnaturni, ásamt bróður sínum, Ríkharði hertoga af York. Þar var þeim ráðinn bani.
- 1596 - Spánverjar hertóku Calais.
- 1870 - Deutsche Bank hóf rekstur í Berlín.
- 1894 - James Craig keypti Geysi fyrir 3000 kr af bændum í Haukadal.
- 1911 - Þingeyrarkirkja var vígð.
- 1940 - Þjóðverjar hernámu Danmörku og gerðu innrás í Noreg. Vidkun Quisling lýsti því yfir að ríkisstjórn Noregs hefði flúið og hann tæki sjálfur við sem forsætisráðherra. Norðmenn sökktu þýska herskipinu Blücher við Oslóarfjörð um nóttina sem gaf stjórn landsins meiri tíma til flótta.
- 1942 - Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn fórust með norska skipinu Fanefeld á leið frá Bíldudal til Ísafjarðar.
- 1963 - Mikið norðanrok og hörkufrost skall á og fórust sextán sjómenn þennan dag og hinn næsta.
- 1967 - Fyrsta Boeing 737-flugvélin flaug jómfrúarflug sitt.
- 1976 - Síðasta kvikmynd Alfred Hitchcock, Fjölskyldugáta, kom út í Bandaríkjunum.
- 1981 - Eldgos hófst í Heklu. Það stóð stutt og er venjulega talið sem framhald gossins árið áður.
- 1984 - Ronald Reagan kallaði eftir alþjóðlegu banni við notkun efnavopna.
- 1989 - 20 almennir borgarar létust í Tbilisi í Georgíu þegar Rauði herinn barði niður mótmæli.
- 1989 - Landamærastríð Máritaníu og Senegal hófst vegna deilna um beitarréttindi.
- 1991 - Georgía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1992 - Manuel Noriega fyrrum einræðisherra í Panama var dæmdur fyrir margvíslega glæpi, s.s. fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
- 1999 - Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Níger, var ráðinn af dögum.
- 2000 - Sænska nunnan Elisabeth Hesselblad var lýst sæl af kaþólsku kirkjunni.
- 2002 - Elísabet drottningarmóðir var borin til grafar frá Westminsterklaustri.
- 2003 - Íraksstríðið: Bandaríkjaher náði Bagdad á sitt vald.
- 2005 - Tugþúsundir mótmæltu hersetu Bandaríkjanna í Írak í Bagdad.
- 2011 - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave-samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga og var því hafnað með 59,7% atkvæða á móti 40,1% sem vildu samþykkja það.
- 2012 - Facebook keypti Instagram fyrir milljarð bandaríkjadala.
- 2013 - 32 fórust í Bushehr-jarðskjálftanum í Íran.
- 2017 - Árásirnar á koptísku kirkjurnar í Egyptalandi í apríl 2017: 44 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum á koptískar kirkjur í Alexandríu og Tanta.
- 2019 – Þingkosningar fóru fram í Ísrael. Kosningarnar skiluðu jafntefli milli Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins og voru því endurteknar í september sama ár.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1683 - Þorleifur Skaftason, íslenskur prestur (d. 1748).
- 1806 - Isambard Kingdom Brunel, enskur verkfræðingur (d. 1859).
- 1812 - Johan Fritzner, norskur prestur (d. 1893).
- 1821 - Charles Baudelaire, franskt ljóðskáld (d. 1867).
- 1835 - Leópold 2. Belgíukonungur (d. 1909).
- 1857 - Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, rithöfundur og ljósmóðir (d. 1933).
- 1865 - Erich Ludendorff, þýskur hershöfðingi (d. 1937).
- 1872 - Léon Blum, forsætisráðherra Frakklands (d. 1950).
- 1914 - Koichi Oita, japanskur knattspyrnumaður (d. 1996).
- 1918 - Jørn Utzon, danskur arkitekt (d. 2008).
- 1926 - Hugh Hefner, bandarískur tímaritaútgefandi (d. 2017).
- 1932 - Carl Perkins, kántrítónlistarmaður (d. 1998).
- 1933 - Jean-Paul Belmondo, franskur leikari (d. 2021).
- 1935 - Josef Fritzl, austurrískur níðingur.
- 1942 - Petar Nadoveza, króatískur knattspyrnumaður.
- 1949 - Guðni Ágústsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Dennis Quaid, leikari
- 1954 - Iain Duncan Smith, breskur þingmaður.
- 1957 - Oddný G. Harðardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Lars Demian, sænskur tónlistarmaður.
- 1957 - Severiano Ballesteros, spænskur golfleikari.
- 1963 - Runólfur Ágústsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1964 - Akihiro Nagashima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Mark Pellegrino, bandarískur leikari.
- 1967 - Sam Harris, bandarískur rithöfundur.
- 1972 - Steinunn Kristín Þórðardóttir, íslenskur rekstrarhagfræðingur.
- 1974 - Jenna Jameson, bandarísk leikkona.
- 1975 - Robbie Fowler, enskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Gerard Way, bandarískur tónlistarmaður og myndasöguhöfundur.
- 1981 - Albin Pelak, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Jay Baruchel, kanadískur leikari.
- 1986 - Leighton Meester, bandarísk leik- og söngkona.
- 1987 - Jesse McCartney, bandarískur söngvari og leikari.
- 1999 - Lil Nas X, bandarískur rappari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 715 - Konstantínus páfi.
- 1137 - Vilhjálmur 10. af Akvitaníu (f. 1099).
- 1283 - Margrét af Skotlandi, Noregsdrottning (f. 1261).
- 1483 - Játvarður 4. Englandskonungur (f. 1442).
- 1492 - Lorenzo de'Medici, fursti af Flórens (Lorenzo hinn stórfenglegi) (f. 1449).
- 1553 - Francois Rabelais, franskur rithöfundur.
- 1598 - Páll Jónsson, Staðarhóls-Páll, skáld og sýslumaður.
- 1626 - Francis Bacon, heimspekingur.
- 1693 - Roger de Bussy-Rabutin, franskur rithöfundur (f. 1618).
- 1761 - William Law, enskur prestur (f. 1686).
- 1869 - Kristján Jónsson fjallaskáld (f. 1842).
- 1904 - Ísabella 2. Spánardrottning (f. 1830).
- 1936 - Ferdinand Tönnies, þýskur hagfræðingur (f. 1855).
- 1945 - Dietrich Bonhoeffer, þýskur guðfræðingur (f. 1906).
- 1959 - Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt (f. 1867).
- 1961 - Zog Albaníukonungur (f. 1895).
- 2005 - Andrea Dworkin, bandarískur aðgerðasinni (f. 1945).
- 2021
- DMX (f. 1970)
- Filippus prins, hertogi af Edinborg (f. 1921)