The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20171018090817/http://www.ksi.is:80/mannvirki

Mannvirki

Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2017 - 12.5.2017

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta í tíunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2016.

Lesa meira
 

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2017 - 27.2.2017

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

EM í Frakklandi - Ertu að fara á völlinn? - 14.6.2016

Stóra stundin er nú runnin upp. Þúsundir Íslendinga eru nú staddir í Frakklandi að gera sig klára til þess að styðja íslenska liðið. Það er mikilvægt að allir standi klárir á þeim reglum sem gilda á leikvöngum í Frakklandi og hér að neðan má finna þær reglur sem gilda í keppninni. Þarna má m.a. finna það sem ekki er leyfilegt að taka með inn á völlinn og er hægt að miða við að það sem ekki má taka með í flugvél má ekki fara með inn á völlinn.

Lesa meira
 

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2016 - 2.5.2016

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 22. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í níunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar - 20.4.2016

KSÍ gerði í dag samkomulag við Borgarbrag og Lagardére sports um hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar.  Samkvæmt samkomulaginu, sem kynnt var á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ, er gert ráð fyrir að aðilar skili KSÍ skýrslu í lok ágúst. 

Lesa meira
 

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016 - 29.3.2016

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016. Starfið er krefjandi og fjölbreytt og snýr að vallarsvæði Laugardalsvallar, almennri umhirðu þess og viðhaldi. Frábært væri að umsækjendur gætu byrjað snemma í maí og unnið fram í október. Annars er hægt að semja um vinnutímabil ef þess þarf.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

156 milljónir til 31 félags - 12.2.2016

Mannvirkjasjóður KSÍ er fjármagnaður með framlagi frá UEFA til fjögurra ára í senn og í lok 2015 lauk fjögurra ára tímabilinu 2012-2015.  Alls fékk 31 félag styrk yfir þessi fjögur ár, alls að upphæð kr. 156.350.000.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 5.11.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 29. október breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Í nýrri reglugerð kemur m.a. fram að kurl í gervigrasi skal vera af viðurkenndri gerð, ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi.  

Lesa meira
 

Dvergurinn tekinn í notkun í Hafnarfirði - 27.10.2015

FH-ingar tóku nýlega í notkun knatthúsið Dverginn í Kaplakrika. Húsið er 51metra á lengd og 25 metrar á breidd. Húsið verður með hitablásurum og klætt tvöföldum dúk svo það mun aldrei verða kaldara en 8° yfir veturinn.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

KSÍ semur við Borgarbrag - 9.9.2015

Frábær árangur knattspyrnulandsliðanna síðustu misseri hefur beint sjónum fjölmiðla og almennings að aðstöðu knattspyrnuhreyfingarinnar.  KSÍ hefur falið ráðgjafarfyrirtækinu Borgarbrag að leiða vinnu við gerð hagkvæmniskönnunar vegna hugsanlegrar uppbyggingar nýs leikvallar í Laugardal.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2015 - 27.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í áttunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 19 verkefna, samtals 82 milljónum króna, en 21 umsókn barst.

Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson ásamt Ágústi Jenssyni

Kristinn vallarstjóri þriðja árið í röð - 26.2.2015

Kristinn V. Jóhannsson var á dögunum valinn fótboltavallarstjóri ársins 2014 en kjörið fór fram á uppskeruhátíð Samtaka Íþrótta og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ).  Þetta er í þriðja skiptið sem vallarstjórar ársins eru valdir og í þriðja skiptið sem Kristinn hampar þessum titli.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2015 - 27.1.2015

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Lesa meira
 

Vinna við ný flóðljós langt komin - 8.8.2014

Vinna við uppsetningu nýrra flóðljósa á Laugardalsvelli er langt komin og eru tæknimenn að leggja lokahönd á verkið þessa dagana.  Það er væntanlega ekki fyrir hvern sem er að vinna í þessari miklu hæð, en á myndavef KSÍ má sjá myndir teknar úr möstrunum og dæmi nú hver fyrir sig. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Fylkismenn vígja stúku - 11.6.2014

Fylkismenn hafa staðið í stórræðum síðustu misseri og hefur risið hjá þeim ný og glæsileg stúka við Fylkisvöll.  Stúkan er Árbæingum mikil prýði og dugir ekkert minna en tveir vígsluleikir fyrir hana.  Í gærkvöldi var stúkan tekin í notkun þegar Fylkir tók á móti FH í Pepsi-deild kvenna og í kvöld verður annar vígsluleikur þegar Fylkir tekur á móti Breiðablik í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2014 - 15.4.2014

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 7 verkefna, samtals 16 milljónir króna. Lesa meira
 
Kristinn og Ágúst með viðurkenningar sínar

Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ - 3.3.2014

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.  Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu deild karla sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins.

Lesa meira
 
Frá fundi SÍGÍ um klakavandamál

Myndband frá fyrirlestri um klakavandamál - 25.2.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn var á vegum SÍGÍ og hér að neðan má finna myndband af þessum fundi. Lesa meira
 
Hefill tekur snjó og klaka af Laugardalsvelli

Snjór og klaki hreinsaður af Laugardalsvelli í dag - 31.1.2014

Í dag var unnið í því að hreinsa snjó og klaka af Laugardalsvelli en sem kunnugt hefur vetrartíð gert grasvöllum gramt í geði síðustu misseri.  Starfsmenn Laugardalsvallar og KSÍ hófust handa í morgun að hreinsa snjó og kaka af vellinum en fengu síðar um daginn liðsauka í veghefli.

Lesa meira
 
Bjarni Guðleifsson

Vel sóttur fyrirlestur Bjarna Guðleifssonar um klaka á íþróttavöllum - 30.1.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn, sem var á vegum SÍGÍ, var vel sóttur en alls mættu 50 manns og hlýddu á Bjarna.

Lesa meira
 



Mannvirki




Aðildarfélög




Aðildarfélög