The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160613071951/http://www.ksi.is:80/log-og-reglugerdir

Lög og reglugerðir

l01260812-bikarkvk-42

Breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 18.5.2016

Þann 16. maí sl. tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þær sem orðið hafa á reglugerðinni byggja á niðurstöðum vinnuhóps og á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Um er ræða umfangsmiklar breytingar. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um ferðaþátttökugjald - 28.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald. Um er að ræða smávægilega breytingu á bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar um að nettókostnaður vegna ferðaþátttökugjalds umfram kr. 75.000 á lið verði greiddur af KSÍ. Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 13.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl s.l. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er um að ræða breytingar á reglum um hlutgengi leikmanna í yngri flokkum, leikskýrsluskráningar í 5. flokki og eldri leikmenn í 2. flokki kvenna. Þá er einnig að finna breytingar á mótafyrirkomulagi í 1. deild kvenna sem eru til komnar vegna fækkunar í C riðli.  Taka allar þessar reglugerðarbreytingar gildi þá þegar.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Breytingar þessar byggja á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 70. ársþingi KSÍ 2016 og varðar breytingar á reglum um kurl í grasi, útbúnað leikvalla og úrskurðarvald KSÍ um tæknilausnir.

Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um samninga, félagaskipti og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar byggja í grundvallaratriðum á niðurstöðum vinnuhóps um félagaskipti og samninga en skipan vinnuhópsins byggir á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá Fjarðabyggð/Hetti - 23.3.2016

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að lék ólögleg með Fjarðabyggð/Hetti gegn Tindastóli í leik í C deild Lengjubikar kvenna, þann 20. mars síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Leikni Fáskrúðsfirði. Lesa meira
 

Tillögur um breytingar á reglugerð kynntar - Uppfært - 27.1.2016

Í samræmi við samþykktir 68. og 69. ársþings KSÍ hefur verið unnið að tillögum um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Um viðamiklar breytingar er að ræða og ákvað stjórn KSÍ því að halda kynningarfundi um tillögurnar. Lesa meira
 

Ný reglugerð um Mannvirkjasjóð KSÍ - 20.1.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 14. janúar 2016 var samþykkt ný reglugerð fyrir mannvirkjasjóð KSÍ.   Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir keppnistímabilin 2016-2019. Helstu breytingar á reglugerðinni er kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðina ítarlega.

Lesa meira
 

Nýjar reglugerðir um deildarbikarkeppnir KSÍ samþykktar - 8.1.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 16. desember 2015 voru samþykktar nýjar reglugerðir KSÍ um deildarbikarkeppnir  KSÍ.  Þessar reglugerðir hafa verið birtar á heimasíðu KSÍ.  Helstu breytingar á reglugerðunum eru kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðirnar ítarlega. Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_129

Ný leyfisreglugerð KSÍ samþykkt - útgáfa 3.1 - 5.11.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 29. október 2015 var samþykkt ný útgáfa af leyfisreglugerð KSÍ.  Meðal breytinga má nefna kröfur um lögformlega stöðu leyfisumsækjanda, bókhaldskröfur vegna undirbúnings ársreiknings, kröfur um mat á rekstrarhæfi og nýja kröfu um tengilið félags við fatlaða stuðningsmenn. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 5.11.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 29. október breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Í nýrri reglugerð kemur m.a. fram að kurl í gervigrasi skal vera af viðurkenndri gerð, ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi.  

Lesa meira
 
Merki FIFA

Breytingar á reglugerð FIFA, uppeldis- og samstöðubætur - 30.9.2015

Í mars 2015 samþykkti FIFA nýjan viðauka við reglugerð FIFA um „Regulations on the status and Transfer of Players“, sem fjallar um innheimtu krafna um uppeldis- og samstöðubætur og leysir af hólmi eldri viðauka sama efnis. Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald – Greiðsludagur föstudagurinn 15. maí - 12.5.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.  Athygli félaga er vakin á því að greiðsludagur er föstudagurinn 15. maí og hafa reikningar þegar verið sendir út.

Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald - 24.4.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.

Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015 - 16.4.2015

KSÍ og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini).  Útgáfan verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn með sama hætti og gert var á síðasta ári.

Lesa meira
 

Nýtt samningsform fyrir staðalsamning KSÍ - 30.3.2015

Vegna nýrrar reglugerðar um milliliði og breytinga því tengdu, tekur nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi 1. apríl næstkomandi.  Allir samningar sem gerðir eru frá og með 1. apríl þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráðir hjá KSÍ. 

Lesa meira
 

Ný reglugerð um milliliði - 30.3.2015

Ný reglugerð FIFA um milliliði sem leysir af hólmi reglugerð FIFA um umboðsmenn leikmanna tekur gildi þann 1. apríl næstkomandi.  Á sama tíma tekur gildi ný reglugerð KSÍ um milliliði og fellur þá úr gildi reglugerð KSÍ um umboðsmenn og réttindi umboðsmanna KSÍ falla niður.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum varðandi félagaskipti og agamál - 18.2.2015

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 13. febrúar, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ um Aga- og úrskurðarmál og Félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga.  Mikilvægt er að félög kynni sér þessar breytingar og komi til þeirra er málið varðar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini - 16.4.2014

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór þann 11. apríl síðastliðinn, var samþykkt ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Farið var í endurskoðun á reglugerðinni í heild sinni og má sjá hana hér til hliðar undir "Reglugerðir" og einnig undir "Dreifibréf til félaga". Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Þórður Albertsson lék ólöglegur með Fram gegn BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla þann 4. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga. Lesa meira
 



Lög og reglugerðir




Aðildarfélög




Aðildarfélög