The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317121622/http://www.ksi.is/mot/2015/11

Mótamál

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða (uppfært) - 30.11.2015

UEFA hefur ákveðið að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeildinni 2014/2015 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 38 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda.  

Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2015 - 27.11.2015

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna.

Lesa meira
 

Vel sóttur fundur formanna og framkvæmdastjóra - 21.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á laugardag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu á erindi um knattspyrnumótin 2015 og 2016, um dómaramál, agamál, leyfiskerfi og félagaskiptamál.  Í lok fundar var svo dregið í töfluröð í efri deildum Íslandsmótsins 2016.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn í 1. umferð Pepsi-deildar karla - 21.11.2015

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki mæta KR á heimavelli í fyrstu umferð en í Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn og mæta þar nýliðum Þróttar í fyrstu umferðinni hjá körlunum.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 21. nóvember - 14.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan