The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317122610/http://www.ksi.is/mot/2010/03

Mótamál

Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 31.3.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 6. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 63 ára í dag - 26.3.2010

Í dag, föstudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 63 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Mót sumarsins 2010 - Athugasemdafrestur til 23. mars - 19.3.2010

Næstkomandi þriðjudag, 23. mars, rennur út sá frestur er félög hafa til að koma á framfæri athugasemdum við niðurröðun móta sumarsins 2010.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Breytingar í B og C deild - 16.3.2010

Þar sem Huginn hefur dregið sig úr keppni í Lengjubikar karla hefur Mótanefnd KSÍ gert breytingar á keppninni.  Dalvík/Reynir færist úr C-deild Lengjubikarsins í B-deild og sameiginlegt Hugins/Spyrnis tekur sæti Dalvík/Reynir í C-deild.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2010 - 12.3.2010

Mót sumarsins hafa verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 23. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram 15. ágúst - 12.3.2010

Á fundi stjórnar KSÍ sem haldinn var í gær var ákveðið að bikarúrslitaleikur kvenna fari fram sömu helgi og bikarúrslitaleikur karla.  Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna mun því fara fram sunnudaginn 15. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Frá fundi Alþjóðanefndar FIFA um helgina - 8.3.2010

Fundu Alþjóðanefndar FIFA (IFAB), fór fram síðastliðinn laugardag og var hann haldinn í Zürich.  Ýmis mál lágu fyrir fundinum og hér að neðan má sjá hvernig nokkur þeirra voru afgreidd.

Lesa meira
 
KR

KR fagnaði Reykjavíkurmeistaratitlinum - 8.3.2010

KR tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði sveitunga sína Víkinga í úrslitaleik í gærkvöldi.  Var boðið upp á hörkuleik í Egilshöllinni og urðu lokatölur 3 - 2 fyrir Vesturbæinga. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót 2010 í 5. flokki karla og kvenna - 5.3.2010

Leikir í Faxaflóamóti - vor 2010 í  5 . flokki karla og kvenna hafa nú verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.  Athugið að breytingar geta hafa átt sér stað frá því drög voru kynnt. Mikilvægt er því að aðildarfélög sjái til þess að eldri leikjadrög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla - Víkingur gegn KR - 5.3.2010

Á sunnudaginn kl. 20:00 mætast Víkingur og KR í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og fer leikurinn fram í Egilshöllinni.  Búast má við hörkuviðureign og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að fjölmenna á leikinn.  Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómarahópurinn 2010 - 1.3.2010

Dómaranefnd KSÍ hefur gefið út hverjir munu skipa landsdómarahópinn 2010.  Hópurinn skiptist í A-B-C flokka, og jafnframt skiptiast A og B flokkar í dómara annars vegar og aðstoðardómara hins vegar.
Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars