
Minningarsteinn um Lárus Jakobsson
Lárus, sem lést langt um aldur fram, er oft kallaður "faðir Tommamótsins"
Minningarsteinn um Lárus Jakobsson var afhjúpaður fyrir leik ÍBV og ÍA í Pepsi-deild karla á sunnudag. Lárus, sem lést langt um aldur fram, 36 ára gamall, var frumkvöðull að stofnun Tommamóts Týs. Minningarsteinninn stendur austan við Týsheimilið og á hann er letrað:
"Með eldmóði sínum, framkvæmdargleði og þrautseigju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984. Lífsstarf Lárusar er samferðarmönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar."