The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160507151420/http://www.ksi.is/mot/2016/04

Mótamál

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla - 29.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Skoða má leiki félaga og þátttöku í mótum með ýmsum hætti á vef KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikarinn rúllar um helgina - 29.4.2016

Það er leikið um helgina í Borgunarbikar karla en alls eru 20 leikir á dagskránni í Borgunarbikarnum á laugardag og sunnudag. Einum leik er lokið í 1. umferð, en þar KH vann sigur á Snæfelli.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag, sunnudag - 29.4.2016

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH og er sá leikur klukkan 16:00 á Þróttarvelli í Laugardal. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2016 - 28.4.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Víkings Ólafsvíkur og Þróttar er spá falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla er í dag, fimmtudag - 28.4.2016

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, fimmtudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem framundan er en fyrsti leikur tímabilsins er leikur nýliða Þróttara og Íslandsmeistara FH.

Lesa meira
 

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna - 28.4.2016

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 30. apríl, og hefjast leikar klukkan 15:00. Að þessu sinni eru það ÍBV og Breiðablik sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2016 - 27.4.2016

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna.  Handbók leikja 2016 var samþykkt af stjórn KSÍ 22. apríl 2016 í samræmi við grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn 2016 hefst á miðvikudag - 26.4.2016

Alls eru leiknir 23 leikir í 1. umferð Borgunarbikars karla og fara þeir flesti fram um komandi Helgi.  KH og Snæfell taka þó forskot á sæluna og mætast að Hlíðarenda á miðvikudag.  Á laugardag fara svo fram 16 leikir, fimm leikir fara fram á sunnudag, og 1. umferð lýkur þriðjudaginn 3. maí með viðureign Berserkja og Afríku. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Vítaspyrnukeppni í úrslitaleikjum B og C deilda Lengjubikars karla - 26.4.2016

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fóru fram á sunnudag. Í B-deildinni vann Grótta sigur á Magna og í C-deild unnu Hamarsmenn sigur á KFG.  Í báðum leikjum voru úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 

Valsmenn meistarar meistaranna - 26.4.2016

Valsmenn fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í ár.  Valur mætti FH á Valsvellinum að Hlíðarenda á mánudagskvöldið og vann sigur eftir æsispennandi markaleik og vítaspyrnukeppni.  Þetta er í 9. sinn sem Valur fagnar sigri í Meistarakeppni karla

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn leikinn út árið 2017 - 25.4.2016

Borgun og 365 miðlar undirrituðu í höfuðstöðvum KSÍ dag, mánudag, samning vegna bikarkeppni KSÍ - Borgunarbikarsins. Í samningnum, sem gildir næstu tvö keppnistímabil (2016 og 2017) er kveðið á um fleiri beinar útsendingar og enn meiri umfjöllun um Borgunarbikarinn og er þannig áfram haldið samstarfi Borgunar, KSÍ og 365 miðla um bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fara fram í dag - 24.4.2016

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars karla fer fram á Samsung vellinum í kvöld, sunnudag. Athugið breyttan leiktíma en leikurinn hefst klukkan 19:00.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 25. apríl - 24.4.2016

Valsmenn og FH-ingar leiða á morgun saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 

Tvö mörk Óskars tryggðu KR Lengjubikarinn - 21.4.2016

KR-ingar unnu í kvöld Lengjubikar karla með 2-0 sigri á Víkingi R. Óskar Örn Hauksson skoraði mörk KR í leiknum en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

Víkingur R. og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í dag - 20.4.2016

Leikið verður til úrslita í Lengjubikar karla í dag, fimmtudag, sem er einmitt sumardagurinn fyrsti. Leikurinn fer fram í Egilshöll og verður blásið til leiks klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest eftirfarandi mót - 18.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í mótun sem hefjast á komandi vikum. Um er að ræða Pepsi-deildir karla og kvenna, Borgunarbikar karla og kvenna, Inkasso-deildina og 2. deil karla.

Lesa meira
 
Inkasso-deildin

1. deild karla verður Inkasso-deildin næstu þrjú árin - 15.4.2016

KSÍ, Inkasso og 365 miðlar undirrituðu í dag samning um markaðsréttindi Inkasso vegna næst efstu deildar karla (1. deild) og rétt 365 til beinna útsendinga frá leikjum deildarinnar fyrir árin 2016-2018 (3 keppnistímabil).  Frá og með undirritun samningsins ber næst efsta deild karla nafnið Inkasso-deildin og mun gera það a.m.k. næstu þrjú árin.

Lesa meira
 

Vorleikir um allt land - 13.4.2016

Næstu daga fara fram tugir leikja í öllum deildum Lengjubikarsins víðs vegar um landið.  Úrslitakeppni A-deildar karla er þegar hafin og riðlakeppni annarra deilda er að ljúka og þá kemur í ljós havaða lið fara í úrslitin.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að skoða hvaða leikir eru í næsta nágrenni þeirra og skella sér á völlinn.

Lesa meira
 

8-liða úrslit Lengjubikars karla - 6.4.2016

8-liða úrslit Lengjubikars karla hefjast fimmtudaginn 7. apríl og lýkur miðvikudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 



Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan