The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160321195208/http://www.ksi.is/mot/2010/10

Mótamál

KFS

20 ára afmæli aðildarfélaga KFS - 26.10.2010

Síðastliðinn laugardag var haldið upp á 20 ára afmæli félaganna sem mynda KFS frá Vestmannaeyjum, en þessi félög eru Framherjar og Smástund.  Félögin sameinuðu krafta sína 7. september 1997 og léku fyrst undir merkjum KFS í 4. deild 1998.

Lesa meira
 
Frá 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfirði

70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar - 25.10.2010

Síðastliðinn laugardag, 23. október, var haldið upp á 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar og var mikið um dýrðir.  Hátíðin fór fram í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og mættu um 200 manns þangað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dóra María og Alfreð kosin best - 17.10.2010

Lokahóf knattspyrnufólks fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í gærkveldi á veitingastaðnum Broadway og tókst vel.  Að venju voru veittar viðurkenningar til þeirra sem höfðu staðið fram úr á nýliðnu tímabili.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Blikastúlkur úr leik í Meistaradeildinni - 15.10.2010

Blikastúlkur eru úr leik í Meistaradeild UEFA kvenna en þær léku seinni leik sinn við Juvisy Essonne í gær.  Fyrri leikurinn tapaðist heima 3 - 0 og því ljóst að róðurinn yrði erfiður í seinni leiknum.  Eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir Frakkana í leikhléi þá gengu heimastúlkur á lagið og fóru að lokum með 6 - 0 sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslands- og bikarmeistarar 2010 - 14.10.2010

Nú er mótum sumarsins lokið en síðasti úrslitaleikurinn fór fram um síðustu helgi þegar KR og Breiðablik léku til úrslita í eldri flokki 40 ára og eldri.  Eins og alltaf þá hafa skipst á skin og skúrir á knattspyrnuvöllum landsins í sumar.  Hér á neðan má sjá lista af þeim liðum sem brostu hvað breiðast en hér má sjá Íslands- og Bikarmeistara sumarsins.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valsstúlkur úr leik í Meistaradeild kvenna - 14.10.2010

Valsstúlkur hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna á þessu keppnistímabili en þær léku seinni leik sinn við spænska liðið Rayo Vallecano á Vodafonevellinum í gær.  Skildu leikar jafnir, 1 - 1, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Spænska liðið er komið áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Breiðablik leikur seinni leik sinn í dag gegn franska liðinu Juvisy Essonne og er leikið í París

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Síðari leikir Breiðabliks og Vals í Meistaradeild kvenna í vikunni - 12.10.2010

Síðari leikir Vals og Breiðabliks í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fara fram í vikunni.  Á miðvikudag leikur Valur gegn Rayo Vallecano frá Spáni og fer leikurinn fram á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Breiðablik leikur á fimmtudag gegn FCF Juvisy Essonne í Frakklandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf KSÍ 16. október á Broadway - 11.10.2010

Laugardaginn 16. október nk. verða viðurkenningar afhentar fyrir Pepsi-deildir karla og kvenna og VISA-bikar 2010 á Broadway.  Hófið hefst með opnu húsi kl. 20:30 á laugardagskvöldið og lýkur svo með dansleik þar sem hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ - 7.10.2010

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2009/2010 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2010 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 4.10.2010

Um nýliðna helgi lauk keppni í Grunnskólamóti KRR en þá fór fram keppni 10. bekkja karla og kvenna.  Helgina á undan hafði verið keppt á milli 7. bekkja grunnskóla Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Frá norrænum fundi um mótamál í september 2010

Norrænn fundur um mótamál - 1.10.2010

Síðastliðinn fimmtudag fór fram hér á landi fundur um norræn mótamál.  Er þessi fundur haldinn árlega en hann sitja starfsmenn mótamála hjá knattspyrnusamböndum Norðurlandanna.  Norðurlöndin skiptast á að halda fundinn og var komið að því að halda hann á Íslandi að þessu sinni.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars