
Keflvíkingar mæta Mainz
Eiga seinni leikinn heima
Í dag var dregið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins. Liðunum 68 er svæðaskipt og síðan hverju svæði skipt niður í 2 potta þar sem sterkari liðinum er raðað þannig að þau dragist á móti liðið sem ekki er talið eins sterkt.
Keflvíkingar voru í neðri hlutanum og drógust þeir gegn1.FSV Mainz 05 frá Þýskalandi og fer fyrri leikurinn fram í Þýskalandi 11. ágúst en sá síðari á Laugardalsvelli 25. ágúst.
Sjá má dráttinn í heild sinni hér á uefa.com
Einnig var dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og þann drátt má sjá hér.