
Seinni leikir Fylkis og KR í Evrópudeildinni á fimmtudag
Fylkir leikur á Laugardalsvelli - KR leikur á The Oval í Belfast
Seinni leikir Fylkis og KR í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag. Fylkir leikur gegn Torpedo Zhodino á Laugardalsvelli og hefst sá leikur kl. 19:00. KR-ingar mæta Glentoran á The Oval í Belfast og hefst sá leikur kl. 18:30 að íslenskum tíma.
Staða liðanna fyrir seinni leikina er býsna ólík. Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum í Hvíta-Rússlandi með þremur mörkum gegn engu og eiga því á brattann að sækja. KR vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli og eru KR-ingar því í góðri stöðu.
Myndir frá The Oval í Belfast