Fréttir
Íslandsleikar Special Olympics
Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir í Risanum í Hafnarfirði um síðustu helgi, en þessir leikar eru samvinna ÍF og KSÍ. Íslandsleikar innanhúss voru nú haldnir í 5. sinn, en þeir hafa að jafnaði verið haldnir í mars eða byrjun apríl og verið í tengslum við knattspyrnuviku þroskaheftra í Evrópu sem nýtur mikils stuðnings UEFA. Leikarnir hafa áður farið fram í Laugardalshöll, Reykjaneshöllinni, íþróttahúsinu á Selfossi og í Boganum Akureyri. |