The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508150927/http://www.ksi.is/mot/nr/12013
Mótamál

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá

Miðasalan er hafin á midi.id

14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.

Í undanúrslitum unnu KR-ingar stórsigur á ÍBV á Hásteinsvelli í undanúrslitum, 5-2.  KR mætti eingöngu Pepsi-deildarliðum á leið sinni í úrslitaleikinn í ár.  KR er því komið í úrslitaleik bikarsins í sjötta sinn á níu árum, og í fjórða sinn á fimm árum.

Keflvíkingar lögðu Víkinga úr Reykjavík í undanúrslitum eftir mikinn baráttuleik, þar sem hvorugu liðinu tókst að skora mark í venjulegum leiktíma og ekki heldur í framlengingu.  Þar höfðu heimamenn betur og tryggðu sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2006, en mótherjinn þar var einmitt lið KR.

Keflavík hefur fagnað bikarmeistaratitli karla fjórum sinnum, síðast árið 2006 þegar 2-0 sigur vannst á KR.  KR-ingar hafa hins vegar unnið bikarinn oftar en nokkurt annað lið, eða 13 sinnum, síðast árið 2012.

Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn.

Ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikarsins

Miðasalan á midi.is





Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan