
Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 16. ágúst
KR og Keflavík mætast á Laugardalsvellinum kl. 16:00 – leikurinn í beinni á Stöð 2 sport
Í síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).
Keflvíkingar lögðu Víkinga úr Reykjavík eftir mikinn baráttuleik, þar sem hvorugu liðinu tókst að skora mark í venjulegum leiktíma og ekki heldur í framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og tryggðu sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2006, en mótherjinn þar var einmitt lið KR.
KR-ingar unnu stórsigur á ÍBV á Hásteinsvelli í undanúrslitum, 5-2. KR er því komið í úrslitaleik bikarsins í fimmta sinn á níu árum, og í fjórða sinn á fimm árum.
Keflavík hefur fagnað bikarmeistaratitli karla fjórum sinnum, síðast árið 2006 þegar 2-0 sigur vannst á KR. KR-ingar hafa hins vegar unnið bikarinn oftar en nokkurt annað lið, eða 13 sinnum.