The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160327023644/http://www.ksi.is:80/frettir

Fréttir

A karla – Fyrsta æfingin í Grikklandi gekk vel - Myndir - 26.3.2016

A-landslið karla æfði í dag í Aþenu á Grikklandi en liðið kom í dag frá Danmörku. Æfingin gekk vel og voru aðstæður góðar, um 15 gráðu hiti og skýjað.

Lesa meira
 

A karla – Ólafur Ingi ekki með gegn Grikklandi - 26.3.2016

Ólafur Ingi Skúlason leikur ekki með landsliðinu gegn Grikkjum á þriðjudaginn en hann glímir við meiðsli.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

Knattspyrnusamband Íslands 69 ára - 26.3.2016

Í dag, fimmtudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 69 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.  Stofnfundurinn var haldinn við Vonarstræti í Reykjavík.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

A kvenna í 20. sæti á FIFA-listanum - 25.3.2016

A landslið kvenna er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, þeim fyrsta sem gefinn er út á árinu 2016, en listinn er gefinn út ársfjórðungslega.  Íslenska liðið fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Sigur U17 kvenna á Belgum - 25.3.2016

U17 landslið kvenna vann í dag góðan 2-1 sigur á Belgum í fyrstu umferð milliriðils fyrir EM, en leikið er í Serbíu.  Í hinum leik dagsins unnu Englendingar heimastúlkur 3-1 og mætast íslenska og enska liðið í næstu umferð.  Smellið her að neðan til að lesa umfjöllun um leik Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Belgum í Serbíu - 25.3.2016

Í dag kl 13.00 að íslenskum tíma leikur U-17 kvenna við Belgíu í milliriðli EM. Veðrið er gott, sól og 13°c hiti. Freyr Alexandersson, þjàlfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með gangi màla í leiknum à vef UEFA. 

Lesa meira
 

A karla - Tap gegn Dönum í Herning - 24.3.2016

A-landslið karla tapaði í kvöld 2-1 gegn Dönum í vináttulandsleik en leikið var í Herning. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur en bæði lið fengu mörg færi til að skora en Danirnir nýttu sín færi betur og höfðu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Makedóníu - 24.3.2016

Makedón­ía og Ísland gerðu marka­laust jafn­tefli þegar liðin mætt­ust í undan­keppni Evr­ópu­móts 21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu í makedónsku höfuðborg­inni Skopje í dag. Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir að ekkert mark hafi litið dagsins ljós.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla leikur í Skopje í dag kl. 13:00 - 24.3.2016

U21 landslið karla mætir Makedóníu í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 í dag.  Leikið er í Skopje og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Allar upplýsingar um leikinn verður að finna á vef UEFA - byrjunarlið, textalýsingu frá leiknum og aðrar upplýsingar. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Leikmaður Selfoss dæmdur í þriggja leikja bann - 23.3.2016

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, miðvikudaginn 23. mars, Stefán Ragnar Guðlaugsson leikmann Selfoss í þriggja leikja bann vegna atviks í leik KA og Selfoss í Lengjubikar karla sem fram fór þann 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá Fjarðabyggð/Hetti - 23.3.2016

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að lék ólögleg með Fjarðabyggð/Hetti gegn Tindastóli í leik í C deild Lengjubikar kvenna, þann 20. mars síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Leikni Fáskrúðsfirði. Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Danmörku í kvöld, fimmtudag - 23.3.2016

A-landslið karla leikur við Danmörku í kvöld, fimmtudag, í Herning. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn frændum okkar frá Danmörku en þjóðirnar hafa alls mæst 22 sinnum og Ísland hefur aldrei ná að leggja Dani að velli.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarliðið gegn Danmörku - 23.3.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. Um er að ræða vináttulandsleik og hafa þjálfararnir því tækifæri á að reyna marga leikmenn, en sex skiptingar eru leyfðar hjá hvoru liði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Leikdögum í milliriðli U17 kvenna breytt - 23.3.2016

Vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu hefur leikdögum í milliriðli U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Serbíu og hefst í vikunni, verið breytt.  Þátttökuþjóðirnar, auk Íslendinga og Serba, eru Englendingar og Belgar.  Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur.

Lesa meira
 

A karla – Liðið æfði við góðar aðstæður í Herning - Myndir - 23.3.2016

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Danmörku í Herning á morgun, fimmtudag. Íslenska liðið æfði í dag á MCH-vellinum í Herning þar sem leikurinn mun fara fram. Aðstæður voru góðar á vellinum en danska liðið Midtjylland leikur á vellinum.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 22.3.2016

Í viðhengi er listi yfir leikmenn sem valdir hafa verið af Frey Sverrissyni landsliðsþálfara til æfinga dagana 1. – 3. apríl. Vinsamlegast komið afriti af þessu bréfi til leikmanna ykkar félags.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Ungverjalandi - 21.3.2016

Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik í milliriðli EM í vikunni - 21.3.2016

U17 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM og er fyrsti leikdagur fimmtudagurinn 24. mars.  Leikið er í Serbíu og auk heimastúlkna og Íslendinga eru Belgar og Englendingar í riðlinum.  Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Belgía.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Verðlaunafé í Lengjubikarnum tvöfaldað - 18.3.2016

Á stjórnarfundi KSÍ fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var samþykkt að tvöfalda verðlaunafé í Lengjubikarnum 2016.  Keppni í Lengjubikar karla og kvenna er fyrir margt löngu orðinn fastur liður í knattspyrnuárinu á Íslandi og endurspeglar þessi hækkun mikilvægi keppninnar.

Lesa meira
 
f17230712-val_fram-04

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 18.3.2016

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt.  Sjö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á umsókn viðkomandi félags um vallarleyfi. 

Lesa meira
 



Fréttir