The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160314003756/http://www.ksi.is/landslid/

Landslið

A kvenna – Ísland vann bronsverðlaun á Algarve-mótinu - 9.3.2016

Stelpurnar okkar unnu Nýja Sjáland í leik um bronsið á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Guðbjörg markmaður varði spyrnu í bráðabana og Sandra María skoraði úr næstu spyrnu sem tryggði Íslandi sigur.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðshópur Danmerkur sem mætir Íslandi - 9.3.2016

Åge Harei­de landsliðsþjálf­ari Dana í knatt­spyrnu tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Danmörk mætir Íslandi í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning þann 24. mars.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi - 9.3.2016

A-landslið kvenna leikur seinasta leik sinn á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag. Leikurinn er um bronsið og mætum við Nýja Sjálandi í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur um bronsið á Algarve-mótinu - 7.3.2016

Ísland leikur við Nýja Sjáland um bronsið á Algarve-mótinu eftir að tapa 1-0 gegn Kanada í kvöld. Kanada var heilt yfir sterkara liðið í leiknum og stelpurnar okkar náðu ekki að skapa nægilega hættuleg marktækifæri. Ísland mætir Nýja Sjálandi í leik um bronsið.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Kanada - 7.3.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Kanada á Algarve-mótinu í dag. Nái Ísland stigi úr leiknum mun liðið leika til úrslita á mótinu. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Endursöluvefur EM-miða - 7.3.2016

UEFA hefur tilkynnt að þann 9. mars verði opnaður endursöluvefur fyrir miða á EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi í sumar.  Miðahafar sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt miðana sína geta boðið þá til endursölu á þessum vef, sem er aðgengilegur í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Kanada á Algarve í kvöld - 7.3.2016

Ísland mætir Kanada í lokaleik liðsins í riðakeppni Alagarve mótsins en leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Íslenska liðinu dugar jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og um leið, sæti í úrslitaleiknum.  Þetta verður í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

A kvenna – Íslenskur sigur á Danmörku - 4.3.2016

Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku á Algarve-mótinu og því er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í seinasta leiknum gegn Kanada til að leika um gullið.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 4.3.2016

Meðfylgjandi er listi yfir þá leikmenn sem eru boðaðir á úrtaksæfingar U17 karla helgina 11. – 13. mars. Vinsamlegast komið þessu til þeirra er málið varðar.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland hefur einu sinni lagt Dani að velli - 4.3.2016

Ísland leikur við Danmörk í dag, föstudag, á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Danmörku í gegnum tíðina en aðeins einn sigur hefur unnist á frændum okkar frá Danaveldi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Danmörku í dag - Byrjunarlið - 3.3.2016

A-landslið kvenna leikur klukkan 15.00 í dag, föstudag, annan leik sinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Leikurinn er gegn Danmörku en bæði liðin unnu fyrstu leiki sína á mótinu.

Lesa meira
 

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 3.3.2016

Karlalandsliðið stendur í stað á heimslista FIFA sem birtur var í morgun, fimmtudag. Ísland er í 38. sæti listans en það er sama sæti og seinast þegar listinn var birtur. Íslenska liðið hefur ekki leikið landsleik frá þeim tíma og því aðeins úrslit annarra leikja sem gæti haft áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur í fyrsta leik á Algarve-mótinu - 2.3.2016

A-landslið kvenna vann 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu i Portúgal. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það var Dagný Brynjarsdóttir sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

Ísland hefur leik á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag - Byrjunarlið - 2.3.2016

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á Algarve-mótinu í Portúgal í dag, miðvikudag. Byrjunarleikur Íslands er gegn Belgíu og er flautað til leiks klukkan 15:00. Leikið er á Est. Municipal de Lagos-vellinum á Algarve.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Umsækjendur sem fengu synjun fá annað tækifæri - 2.3.2016

Hluti þeirra umsækjenda um miða á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fengu synjun á umsókn sinni vegna þess að kreditkortagreiðsla gekk ekki fá eða hafa þegar fengið annað tækifæri til þess að ganga frá miðakaupum á leiki mótsins samkvæmt upplýsingum frá UEFA.

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur afhjúpaður - 1.3.2016

Nýr landsliðsbúningur var formlega kynntur til sögunnar í dag, þriðjudag – samtímis í höfuðstöðvum KSÍ í Reykjavík og í höfuðstöðvum Errea á Ítalíu, en eins og kunnugt er leika öll íslensk landslið í búningum frá Errea og hafa gert síðan 2002.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U19 kvenna - 26.2.2016

Þórður Þórðarson þjálfari U19 ára landsliðs kvenna hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 4.-6.mars.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U16 kvenna - 26.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar til æfinga hjá U16 helgina 4. – 6. mars. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara.

Lesa meira
 

U17 karla – Baráttusigur í seinni leiknum gegn Skotum - 25.2.2016

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræða vináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

Búðu til slagorð íslenska liðsins fyrir EM - 25.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi og núna þurfum við að finna flott slagorð sem verður sett á rútu íslenska liðsins. UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið