The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509150243/http://www.ksi.is/mot/nr/6566
Mótamál
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna kl. 18:00 í kvöld

Leikir í 18. umferð Landsbankadeildar karla dreifast á þrjá leikdaga

26.8.2008

Í kvöld verður leikin 16. umferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 18:00.  Á morgun hefst svo 18. umferð í Landsbankadeild karla en þar dreifist umferðin á þrjá leikdaga.

Baráttan er hörð á toppi og botni Landsbankadeildar kvenna en aðeins eru þrjár umferðir eftir af deildinni. 

Í Landsbankadeild karla hefst 18. umferð á morgun, miðvikudag en þá eru tveir leikir á dagskrá.  Þessir tveir leikir, leikir Fylkis og KR og Fram og Fjölnis, voru færðir fram vegna undanúrslitaleikja í VISA bikar karla.  Á sunnudaginn eru svo þrír leikir en síðasti leikur umferðarinnar fer fram 24. september.  Er það leikur FH og Breiðabliks en hann er færður vegna þátttöku FH í UEFA bikarnum.

Landsbankadeild kvenna

Landsbankadeild karla




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan