The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231104812/http://www.ksi.is/mot/2010/04

Mótamál

Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita í A deild karla og kvenna um helgina - 30.4.2010

Nú um helgina fara fram úrslitaleikir í A deild Lengjubikars karla og kvenna og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Á laugardaginn kl. 16:00 leika Breiðablik og KR til úrslita í A deild karla en sunnudagurinn mun bjóða upp á viðureign Fylkis og Vals í A deild kvenna kl. 14:00.  Báðir úrslitaleikirnir fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Lengjubikarinn – Dregur til tíðinda - 28.4.2010

Nú fer heldur betur að draga til tíðinda í Lengjubikarnum hjá körlum og konum en framundan eru úrslitaleikir deildanna enda styttist óðfluga í að Íslandsmótið hefjist.  Úrslitaleikur í A deild karla fer fram á laugardaginn en í A deildinni hjá konunum verður leikið til úrslita á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

Mótanefnd staðfestir niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 26.4.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Vinsamlegast takið öll eldri drög úr umferð. Ef breytingar verða gerðar á einstökum leikjum verður það tilkynnt með tölvupósti.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla á sunnudaginn - 23.4.2010

Undanúrslit A deildar Lengjubikars karla fara fram á sunnudaginn en Fram, KR, Valur og Breiðablik leika til undanúrslita í þetta skiptið.  Leikirnir fara fram á sunnudaginn, 25. apríl og leika Fram og Breiðablik í Kórnum kl. 17:00 en kl. 19:00 mætast Valur og KR í Egilshöllinni. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit A deildar Lengjubikars karla í dag - 22.4.2010

Í dag, fimmtudag, fara fram 8 liða úrslit í A deild Lengjubikars karla og eru fjórir hörkuleikir á dagskránni.  Sigurvegarar dagsins mætast svo í undanúrslitum og verða þau leikin næstkomandi sunnudag og/eða mánudag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Viðureignir 8 liða úrslita A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2010

Í gær lauk riðlakeppni A deildar Lengjubikars karla og er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum sem fara fram á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.  Boðið verður uppá fjóra hörkuleiki þann dag.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2010 - 16.4.2010

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Þeir sem ekki hafa sent inn mynd eru hvattir til þess að gera það hið fyrsta á [email protected].

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Að vera eða vera ekki rangstæður! - 15.4.2010

Það er fátt sem knattspyrnuáhugamenn karpa meira um sín á milli heldur en rangstöðuregluna, þ.e. hvenær leikmaður er rangstæður og hvenær ekki.  Þó svo að grein 11 í knattspyrnulögunum, sem fjallar um rangstöðu, láti ekki mikið yfir sér þá reynist hún oft þeim mun erfiðari í framkvæmd.

Lesa meira
 
Akureyrarvöllur

Fundað með félögum á Norð-Austurlandi 21. apríl - 14.4.2010

Miðvikudaginn 21. apríl boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum sínum á Norð-Austurlandi og verður fundurinn á Hótel KEA á Akureyri kl. 17:00.  Fundurinn átti upphaflega að vera 19. apríl en hefur nú verið færður aftur um tvo daga.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ ræðir við unga knattspyrnumenn

Fundað með félögum á Austurlandi - 13.4.2010

Í gær fór fram á Fjarðarhóteli á Reyðarfirði, fundur KSÍ með aðildarfélögum á Austurlandi.  Þetta var fyrsti fundurinn sem haldinn er á félögunum á þessu ári en næst verður fundað með félögum á Norð-Austurlandi og fer sá fundur fram mánudaginn 19. apríl á Akureyri. Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Íslenskra Getrauna og KSÍ í april 2010

Samstarfssamningur KSÍ og Íslenskra Getrauna endurnýjaður - 8.4.2010

Í dag var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Íslenskra getrauna.  Íslenskar getraunir hafa verið einn traustasti samstarfsaðli knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi til fjölda ára og því mikið ánægjuefni að þetta samstarf haldi áfram. Nýr samstarfssamningur gildir til loka árs 2013.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Fundað með aðildarfélögum á Austurlandi 12. apríl - 7.4.2010

Mánudaginn 12. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Árni Ólason landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Fundur með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi - 7.4.2010

Mánudaginn 19. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Björn Friðþjófsson landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

 

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan