The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509174324/http://www.ksi.is/mot/2002/11/01
Mótamál

Nýr starfsmaður mótamála

1.11.2002

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Halldórs Arnar Þorsteinssonar sem starfsmanns mótamála. Halldór Örn mun starfa við móta- og dómaramál, auk þess sem hann mun sjá um mót KRR og Faxaflóamót. Halldór er rekstrarfræðingur að mennt frá Samvinnuháskólanum á Bifröst, auk þess sem hann hefur lokið stigum I. til V. í þjálfaramenntun KSÍ, en hann hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari síðastliðin 12 ár. Undanfarin ár hefur Halldór Örn starfað hjá ÍBV, Fylki og Breiðabliki.




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan