Grunnskólamót KRR
Grunnskólamót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) fyrir grunnskóla í Reykjavík fer fram á gervigrasvellinum í Breiðholti í nóvember. Upprunalega var áætlað að leika fyrstu helgina í nóvember, en þar sem margir grunnskólar eru í vetrarfríi á þeim tíma hefur verið ákveðið að fresta mótinu um eina helgi og leika þá 8. - 10. nóvember. Um er að ræða stráka/stelpur í 9. og 10. bekk og getur hver skóli mest sent 2 karla- og 2 kvennalið. Leikið verður í 7 manna liðum skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.