Aukakeppni kvenna - Þór/KA/KS vann fyrri leikinn
Þór/KA/KS sigraði Sindra 7-0 á laugardag í fyrri leik liðanna í aukakeppni um sæti í Landsbankadeild kvenna að ári, en leikurinn fór fram á Þórsvelli á Akureyri. Síðari leikur liðanna fer fram á Sindravöllum á Hornafirði á þriðjudag.