Coca-Cola bikar karla - 32 liða úrslit
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Coca-Cola bikars karla á Hótel Loftleiðum. Í 32-liða úrslitum mætast annars vegar þau 16 lið sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar og hins vegar "stóru" liðin sem sátu yfir í fyrstu umferðunum. Að venju eru margar afar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Smellið á valmyndina hér að ofan eða hér til að skoða dráttinn. Á myndinni hér til hliðar má sjá Sigurð Helgason, framkvæmdastjóra KR, og Hjalta Kristjánsson, þjálfara og framkvæmdastjóra KFS, en lið þeirra drógust saman í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. |