RM inni - Valur og KR sigruðu
Reykjavíkurmótinu í innanhússknattspyrnu lauk nú um helgina þegar meistaraflokkar karla og kvenna léku í íþróttahúsinu í Austurbergi. KR hampaði Reykjavíkurmeistaratitlinum í kvennaflokki með því að sigra Val í lokaleiknum, sem jafnframt var hreinn úrslitaleikur um sigur í mótinu, en Valsmenn höfðu sigur í karlaflokki eftir að hafa lagt Fjölni í úrslitaleik.