Powerademótið hefst 12. janúar
Mótið haldið í sjötta skiptið
Norðurlandsmót Powerade hefst laugardaginn 12. janúar með tveimur leikjum. Þetta er í sjötta skiptið sem þetta mót fer fram og hefur það skipað sér fastan sess í undirbúningi félaganna á Norðurlandi.
Allir leikir mótsins fara fram í Boganum og eru það KA - KS/Leiftur sem leika fyrsta leikinn sem hefst kl. 14:15. Strax á eftir, eða kl. 16:15, leika svo Dalvík/Reynir og Völsungur.