The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20170623230349/http://www.ksi.is/fraedsla/2015/05

Fræðsla

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2015 - 28.5.2015

Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Námskeiðið verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið þar sem hluti þess verður hér á landi 26.-27. september 2015 og hluti þess í Danmörku dagana 21.-27. október 2015.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi 25. maí - 21.5.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Suðurlandi mánudaginn 25. maí. Æfingar fara fram á Hvolsvelli en strákar æfa kl. 11:00 og stelpur kl.13:00.

Lesa meira
 

Þjálfarar á fyrirlestri Boga Ágústssonar - 20.5.2015

Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum.  Megininntak fyrirlesturs Boga snerist um sjónvarpsviðtöl og góð ráð tengd þeim. Lesa meira
 

Saga ólátabelgja rakin - 20.5.2015

Á súpufundi hjá KSÍ í vikunni flutti Stefán Pálsson sagnfræðingur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um sögu svokallaðs "hooliganisma", eða óláta í tengslum við knattspyrnu og knattspyrnuleiki.  Fyrirlesturinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að málflutningi Stefáns. Lesa meira
 

Ekki tapa þér í stúkunni - 19.5.2015

Markaðsherferðin Ekki tapa þér bendir á mikilvægi þess að sýna góða hegðun í hvívetna og minnir okkur á að við erum öll fyrirmyndir. Herferðin á seinasta ári beindist að forráðamönnum leikmanna á krakkamótum. Áherslan í ár er á hegðun í áhorfendastúkunni þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að upplifa skemmtilegan viðburð.

Lesa meira
 

Nám fyrir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn - 18.5.2015

Knattspyrnusamband Evrópu býður upp á nám fyrir fyrrverandi landsliðmenn/atvinnumenn í knattspyrnu. Námskeiðið ber yfirskriftina UEFA Executive Master for International Players.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vesturlandi 20. maí - 15.5.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Borganesi miðvikudaginn 20.maí   Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi. Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 

Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda - 15.5.2015

Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 



Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög