The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160415202717/http://www.ksi.is/fraedsla/2013/11

Fræðsla

Hátt í 300 leikmenn undirgangast læknisskoðun á hverju ári - 27.11.2013

Hátt í 300 leikmenn hjá félögunum 12 í Pepsi-deild karla undirgangast læknisskoðun á ári hverju vegna þeirra krafna sem settar eru fram í leyfisreglugerð KSÍ. Félag sem sækir um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014 leggur þannig fram staðfestingu á að læknisskoðun leikmanna hafi farið fram á árinu 2013.

Lesa meira
 
KÞÍ

Fundir á vegum KÞÍ í desember - 26.11.2013

Knattspyrnuþjálfarafélagið mun standa fyrir tveimur fundum í desember.  Tilgangurinn er að draga fram álit þjálfara og hagsmunaaðila í þessum flokkum, rýna til gagns og vonandi leggja fram tillögur til KSÍ í kjölfarið. Lesa meira
 
UEFA Women´s Football Development

Skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnu kvenna í Evrópu - 26.11.2013

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu knattspyrnu kvenna í aðildarlöndum sínum.  Í skýrslunni er ítarleg greining á stöðunni og áhugaverður samanburður milli landa í Evrópu með fjölbreyttri tölfræði og eru helstu niðurstöður settar fram með myndrænum og skýrum hætti.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ haldin þann 29. nóvember - 22.11.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00.  Ráðstefnan mun að þessu sinni fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

Lesa meira
 

Verkefni nemenda í fjölmiðlafræði úr Fjölbrautarskólanum í Ármúla - 22.11.2013

Á dögunum voru tveir nemendur úr fjölmiðlafræði 103 við Fjölbrautarskólann við Ármúla í heimsókn hjá okkur og fylgdust með fjölmiðlum á leik Íslands og Frakklands hjá U21 karla.  Þau gerðu svo verkefni um þessa reynslu sína og má sjá afraksturinn hér að neðan.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna - 21.11.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Magni er íþróttalífeðlisfræðingur með sérhæfingu í þjálfun knattspyrnumanna og er í fremstu röð í heiminum í sínu fagi.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ - 20.11.2013

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.  Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 21. nóvember - 18.11.2013

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 21. nóvember næstkoandi klukkan 20:00.  Veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna Veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í markmannsþjálfun - Námskeiðinu frestað - 15.11.2013

KSÍ mun halda grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 29. nóv.-1. des og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ og í Hamarshöllinni í Hveragerði. Námskeiðið er ætlað þeim markmannsþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim þjálfurum sem búa ekki svo vel að hafa markmannsþjálfara en vilja sinna sínum markmönnum á góðan hátt. Námskeiðinu hefur verið frestað og er fyrirhugað í janúar eða febrúar 2014.

Lesa meira
 
UNICEF

Styrkjum neyðaraðstoð UNICEF - 13.11.2013

Landslið karla í knattspyrnu beinir í aðdraganda stórleikjanna við Króatíu athyglinni að börnum sem eiga um sárt að binda.  Leikmenn hvetja landsmenn til að leggja neyðarstarfi UNICEF á Filippseyjum lið í kjölfar eins stærsta fellibyls sögunnar.

Lesa meira
 
Unified fótbolti á Special Olympics

Vel sóttir Íslandsleikar Special Olympics - 11.11.2013

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, fóru fram í Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ 10. nóvember. Keppt var í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.  Í fyrsta skipti á Íslandsleikum var keppt alfarið samkvæmt reglum "Unified" fótbolta þar sem lið eru skipuð fötluðum og ófötluðum leikmönnum. 
Lesa meira
 
Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á sunnudaginn - 8.11.2013

Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands.  Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum.  Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics, Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lesa meira
 



Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög