The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317025745/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/03

Fræðsla

Frá 2. súpufundi hjá KSÍ.  Rætt var um spilafíkn

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 30. mars - 22.3.2011

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Ragnheiður Alfreðsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytja erindi um karlmenn og krabbamein í tilefni af Mottumars.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.- 3. apríl - 15.3.2011

Helgina 1.- 3. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). 

Lesa meira
 
ÍR

ÍR óskar eftir aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla - 7.3.2011

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla.  Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða þjálfara 5. flokks karla og fylgja flokknum í öll þau verkefni sem flokkurinn tekur þátt í.  Umsækjandi verður að hafa KSÍ III eða hafa þónokkura starfsreynslu í þjálfun yngri flokka.  Allar umsóknir skulu sendast á [email protected]

Lesa meira
 



Fræðsla