The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160318080238/http://www.ksi.is/fraedsla/2010/08

Fræðsla

Merki Hauka

Knattspyrnudeild Hauka auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir kvennastarfið - 31.8.2010

Haukar leita eftir einstaklingi sem er tilbúinn að hjálpa okkur byggja upp kvennastarfið – búa til samfellu milli allra flokka á faglegan hátt.  Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Sígur á seinni hlutann - 31.8.2010

Knattþrautir KSÍ hafa verið í fullum gangi í sumar, líkt og síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið ákaflega góðar.  Nú er farið að síga á seinni hlutann og flest aðildarfélögin hafa verið heimsótt með góðum árangri og enn betri viðtökum.

Lesa meira
 
Wokefield

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 30.8.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park í Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Frábærar viðtökur hjá aðildarfélögum - 23.8.2010

Viðtökur hjá félögunum við knattþrautum KSÍ hafa verið frábærar líkt og í fyrra en Einar Lars er enn á ferðinni með knattþrautirnar.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga en fjölmörg félög hafa verið heimsótt og margir snjallir knattspyrnukrakkar hafa spreytt sig á þrautunum.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar næstu vikur - 18.8.2010

Hér að neðan má sjá dagskrá Knattþrauta KSÍ næstu vikur.  Einar Lars, sem sér um þrautirnar, verður á ferðinni að venju.  Einhver félög eiga eftir að bóka tíma, en það skýrist nánar í þessari viku.  Á meðal áfangastaða að þessu sinni eru Þorlákshöfn, Kópavogur og Mosfellsbær.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 18.8.2010

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 3. til 7. flokk kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.  Íþróttafræði-  eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Viðkomandi myndi hefja störf 1.september. Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Knattþrautirnar á ferð og flugi um landið - 17.8.2010

Einar Lars hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga með knattþrautir KSÍ.  Þátttaka hefur verið afar góð og hafa krakkarnir skemmt sér konunglega.  Í þessum túr var farið á Sauðárkrók, Húsavík, Akureyri, Ólafsfjörð, Grenivík og Snæfellsnes.

Lesa meira
 
UEFA Futsal kynning í KSÍ 2010

UEFA með kynningarfund um Futsal - 16.8.2010

Eins og kynnt hefur verið réðust Keflvíkingar í það metnaðarfulla verkefni að halda undanriðil í Evrópukeppni Futsal (UEFA Futsal Cup).  Af þessu tilefni komu tveir fulltrúar UEFA sem sjá um útbreiðslu Futsal til landsins og héldu kynningarfund um Futsal. 

Lesa meira
 
HK

HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka - 11.8.2010

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfurum með góða menntun og reynslu.  Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason, yfirþjálfari yngri flokka HK í síma 822-3737 og /eða á netfanginu [email protected]. Lesa meira
 
Stuart Baxter

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14.ágúst - 6.8.2010

Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið afar vel sóttir af þjálfurum.  Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardaginn 14. ágúst í húsakynnum KSÍ í Laugardal.   Ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 3.8.2010

Knattþrautir KSÍ eru komnar á fullt eftir stutt hlé í síðustu viku.  Einar Lars er nú á Norðurlandi og leyfir hressum knattspyrnukrökkum í 5. flokki að spreyta sig á þrautunum.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga.

Lesa meira
 



Fræðsla