The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231184850/http://www.ksi.is:80/fraedsla

Fræðsla

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna - 28.12.2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
 

Landsliðsþjálfari U17 karla með æfingar á Hólmavík - 17.12.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, heimsótti Hólmavík á dögunum og leyfði krökkum og unglingum að spreyta sig á æfingu.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri - 15.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15.-17. janúar 2016. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - 10.12.2015

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.  Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.

Lesa meira
 

Námskeið um gerð æfingaáætlana - 3.12.2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur á starfi U17 og U19 landsliða - 2.12.2015

Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Lesa meira
 

Árlegur dagur baráttu gegn kynferðislegri misneytingu barna - 19.11.2015

Evrópuráðið hefur tekið ákvörðun um að helga 18. nóvember ár hvert baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu barna.  Evrópuráðið gaf í tilefni dagsins út teiknimynd sem er um 3 mínútur að lengd og var unnin í samráði við hóp barna.  Lesa meira
 

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður 26. nóvember - 12.11.2015

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 

KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember - 10.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember í október, annars vegar KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember og hins vegar KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 27.-29. nóvember.

Lesa meira
 

Study Group Scheme á Íslandi - 10.11.2015

Dagana 9. – 12. nóvember mun KSÍ mun halda Study Group námskeið þar sem viðfangsefnið er Women´s Elite Football. Til landsins koma fulltrúar frá knattspyrnusamböndum Finnlands, Lúxemborgar, Bosníu-Hersegóvínu og Litháen, alls 19 manns.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið  - 4.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 3.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi, 6.-8. nóvember.

Lesa meira
 

Þjálfaranámskeið KSÍ VI tókst vel - 27.10.2015

Undanfarna viku hafa 26 þjálfarar frá Íslandi setið KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið annars staðar en á Englandi en að þessu sinni var farið til Farum, í útjaðri Kaupmannahafnar.

Lesa meira
 

Stúlkur fæddar 2001 til æfinga 30. október - 1. nóvember - 25.10.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001 til æfinga 30. október – 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 19.10.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 30.október - 1. nóvember og tvö helgina 6.-8. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Sænskri þjálfarar í heimsókn hjá KSÍ

Sænskir þjálfarar í heimsókn - 12.10.2015

Í liðinni viku heimsótti hópur þjálfara frá Gautaborg Ísland og fræddist um uppbyggingarstarf í íslenskri knattspyrnu.  Hópurinn gerði víðreist, heimsótti aðildarfélög KSÍ, skoðaði aðstöðu til keppni og æfinga og fylgdist með æfingum, og hlýddi einnig á fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
FARE Action Weeks 2015

Sérstakir baráttudagar gegn mismunun í Evrópu - 6.10.2015

Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn rasisma í Evrópu.  Rasismi á engan tilverurétt í fótbolta!

Lesa meira
 

Meistaraflokkur kvenna í Grindavík leitar að þjálfara - 6.10.2015

Kvennaráð Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu fyrir tímabilið 2015-2016.

Lesa meira
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna - 6.10.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna.

Lesa meira
 

Leitin að framtíðarleikmönnum landsliðsins - 6.10.2015

Um 600 ungmenni tóku þátt í Hæfileikamótun KSÍ og N1 sem lauk nú um helgina með fótboltamóti drengja í Kórnum í Kópavogi, en stúlknamótið fór fram helgina 19.-20. september.

Lesa meira