Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram 15. ágúst
Breytingar gerðar í kjölfarið á Pepsi-deild kvenna
Á fundi stjórnar KSÍ sem haldinn var í gær var ákveðið að bikarúrslitaleikur kvenna fari fram sömu helgi og bikarúrslitaleikur karla. Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna mun því fara fram sunnudaginn 15. ágúst á Laugardalsvelli.
Í kjölfarið hafa verið gerðar breytingar á Pepsi-deild kvenna. Helstu breytingar eru þær að fjórar síðustu umferðir Pepsi-deildar færast aftar og lýkur deildinni sunnudaginn 26. september þar sem bikarúrslitaleikurinn var áður.
Rétt er að geta þess að mikið er um alþjóðleg verkefni hjá landsliðum og félagsliðum í ágúst og september sem skýrir þau hlé sem eru á deildinni í þessum mánuðum.