The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317111817/http://www.ksi.is/mot/2016/01

Mótamál

Utanferðir félaga – Yngri flokkar - 27.1.2016

Skipulagning móta er hafin, af þeim sökum er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingarnar berast er líklegra að hægt verði að taka tillit til utanferða félaga við niðurröðun leikja.

Lesa meira
 

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2015 - 20.1.2016

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2015. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 

Laugardalsvöllur heflaður vegna klaka - 15.1.2016

Það er ekki oft sem stórvirkar vinnuvélar fá að keyra um á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn sjá almennt til þess að sem minnstur átroðningur sé á grasinu en þar sem þykkur klaki er nú yfir vellinum þá þarf að grípa til örþrifaráða.

Lesa meira
 

Frumdrög að Íslandsmótinu 2016 fyrir eftirtalin mót - 15.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur birt frumdrög að leikjaniðurröðun í Pepsi-deild karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla. Sem og leikdagar í Borgunarbikar karla og kvenna.

Lesa meira
 

Opnað hefur verið á starfsskýrsluskil í Felix - 14.1.2016

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.

Lesa meira
 

Víkingur Ólafsvík og Selfoss Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu - 10.1.2016

Selfoss vann 7-4 sigur gegn Álftanesi í úrslitaleik kvenna. Selfossliðið reyndist öflugra á lokasprettinum eftir að staðan hafði verið jöfn 4-4. Í karlaflokki vann Víkingur Ólafsvík öruggan 13-3 sigur á Leikni/KB.

Lesa meira
 

Breytingar á niðurröðun Lengjubikarsins 2016 - 10.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Futsal-Vikingur-Ol

Úrslitakeppnin innanhúss fer fram um helgina - 8.1.2016

Í kvöld, föstudagskvöld, hefst úrslitakeppni Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu en leikið verður í 8 liða úrslitum karla í kvöld.  Undanúrslitin fara svo fram í Laugardalshöll á laugardaginn og á sunnudag verður leikið til úrslita, á sama stað, í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst föstudaginn 8. janúar - 7.1.2016

Blásið verður til leiks í Reykjavíkurmóti KRR á morgun, föstudaginn 8. janúar kl. 19:00 en þá mætast Víkingur og ÍR í A riðli karla.  Það eru svo konurnar sem eiga sviðið um helgina en á laugardag fara fram tveir leikir í A riðli kvenna og á sunnudag verða tveir leikir í B riðli kvenna.  Allir leikir Reykjavíkurmótsins fara fram, sem fyrr, í Egilshöllinni. Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar fyrir mót sumarsins - 5.1.2016

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 19. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan