The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230032249/http://www.ksi.is/mot/2011/03

Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla 16. apríl - 31.3.2011

Staðfest hefur verið að leikur Breiðabliks og FH í Meistarakeppni karla fer fram laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Lesa meira
 
Ellert B. Schram fær viðurkenningu úr hendi Michel Platini, forseta UEFA

Ellert B. Schram heiðraður á þingi UEFA - 22.3.2011

Á 35. ársþingi UEFA sem haldið var í París í dag, var Michel Platini endurkjörinn forseti UEFA til fjögurra ára.  Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ, var á þinginu heiðraður af UEFA fyrir áralöng farsæl störf hans í þágu knattspyrnunnar.

Lesa meira
 
KR - Þróttur R. í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Knattspyrnumót sumarsins 2011 - Athugasemdafrestur til 22. mars - 11.3.2011

Mót sumarsins hafa verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 22. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga - Liverpool - 11.3.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, var vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Liverpool frá Englandi, en liðin mættust í Portúgal á fimmtudag.  Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar - 7.3.2011

Valsmenn tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu granna sína úr KR í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni.  Eftir markalausan fyrri hálfleik þá tryggðu Valsmenn sér sigur á mótinu með marki eftir um klukkutíma leik og var þar að verki Guðjón Pétur Lýðsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla - KR og Valur mætast - 2.3.2011

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla fer fram sunnudaginn 6. mars og hefst kl. 19:15 í Egilshöllinni.  Þar mætast félög sem oft hafa att kappi í gegnum árin, KR og Valur en Vesturbæingar hafa titil að verja.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan