The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230183425/http://www.ksi.is/mot/2008/02

Mótamál

ÍR

ÍR Reykjavíkurmeistari - 29.2.2008

ÍR tryggði sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu Fram í úrslitaleik mótsins.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR hampar þessum titli.  Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík 80 ára á árinu - 28.2.2008

Á þessu ári verður Víkingur Ólafsvík 80 ára og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti.  Á Herrakvöldi Víkings, er haldið var 23. febrúar síðastliðinn, voru nokkrir félagar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 28.2.2008

Í kvöld kl. 19:15 mætast ÍR og Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR leikur til úrslita í þessu móti en Fram getur með sigri unnið þennan titil í 25. skipti. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sumarfrí yngri flokka 20. júlí til 6. ágúst - 26.2.2008

Eins og venja hefur verið síðustu ár þá verður tekið sumarfrí í yngstu flokkunum og verður ekki leikið í Íslandsmóti á þessum tíma.  Sumarfríið núna stendur frá 20. júlí til 6. ágúst í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

ÍR og Fram mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla - 26.2.2008

Fimmtudaginn 28. febrúar mætast ÍR og Fram  í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:15.  Fram hefur unnið hampað titlinum í 24 skipti en ÍR leikur nú til úrslita í fyrsta skiptið í þessu móti. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skallagrímur fer á Þingvöll - 26.2.2008

Dregið hefur verið í VISA bikar karla og kvenna og eru margir spennandi leikir á dagskránni. Það eru konurnar sem hefja leik í VISA bikarnum þetta tímabilið en fyrstu leikir forkeppni kvenna verða leiknir 20. maí.  Fyrsta umferð hjá körlunum hefst svo 26. maí.  Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna við undirritun samnings um Lengjubikarinn

Samningur KSÍ og Íslenskra Getrauna - 25.2.2008

KSÍ og Íslenskar getraunir hafa gert með sér samning þar sem Íslenskar getraunir verða áfram aðalstuðningsaðili Deildarbikars karla og kvenna. Mun mótið heita Lengjubikar karla og kvenna eins og síðasta ár. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Keppni hafin í Lengjubikarnum - 23.2.2008

Lengjubikarinn hófst á föstudaginn og eru fjölmargir leikir á dagskrá í A-deild karla um helgina.  Leikirnir fara fram í knattspyrnuhúsum víða um land við góðar aðstæður.  Með því að velja "Næstu leikir" er hægt að sjá hvaða leikir eru á dagskránni á næstu dögum.Lesa meira
 
Valur

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 22.2.2008

Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki þegar þær lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Valur sigraði því í öllum sínum leikjum í mótinu. Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Leit að fréttum og tilkynningum á ksi.is - 22.2.2008

Á ksi.is er að finna aragrúa af fréttum og tilkynningum sem birtar hafa verið síðan í maí 2000, þegar KSÍ opnaði fyrsta vef sinn.  Allar fréttir eru tengdar yfirflokkum og hægt er að leita eftir þeim með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu - 21.2.2008

Frá fimmtudeginum 28. febrúar er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Moskvu 21. maí næstkomandi.  Hægt er að sækja um til 19. mars en dregið verður úr umsóknum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 21.2.2008

Á morgun, föstudaginn 22. febrúar, hefst keppni í Lengjubikarnum og eru þá tveir leikir á dagskrá í A-deild karla.  Leikið er í þremur deildum karla og kvenna í Lengjubikarnum í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Verða Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar í kvöld? - 21.2.2008

Valsstúlkur geta í kvöld tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn þegar þær mæta núverandi Reykjavíkurmeisturum KR.  Bæði liðin eru taplaus til þessa og getur KR því með sigri komið sér í góða stöðu. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Hamborg á fimmtudag - 20.2.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir á morgun leik Hamborg og FC Zürich í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
UEFA

Eftirlitsmenn að störfum í vikunni - 19.2.2008

Þau Klara Bjartmarz og Guðmundur Pétursson verða eftirlitsmenn UEFA á leikjum í vikunni.  Klara verður að störfum í Wales á miðvikudag en Guðmundur verður í Englandi á fimmtudag. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmóti yngri flokka innanhúss lokið - 17.2.2008

Um helgina var leikið til úrslita í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum en mótið er í fyrsta skiptið leikið eftir Futsal innanhússreglum.  Íslandsmeistarar voru því krýndir í átta flokkum nú um helgina. Lesa meira
 
KA

KA tryggði sér sigur á Norðurlandsmótinu - 15.2.2008

Í gærkvöldi lauk Norðurlandsmótinu - Powerademótinu með leik Þórs og KA.  Leiknum lauk með sigri KA með tveimur mörkum gegn engu og tryggðu þeir sér því sigur í mótinu með 12 stig. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hægt að senda fax að nýju til KSÍ - 14.2.2008

Í morgun lauk viðgerð á símalínu hjá KSÍ en ekki hefur verið að senda fax á skrifstofuna.  Nú er hægt að senda fax að nýju og er faxnúmerið, sem fyrr, 568 9793. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla - 13.2.2008

Ákveðið hefur verið að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2008.  Líkt og í Landsbankadeild karla verða leikmenn í fyrrgreindum deildum nú númeraðir 1-30. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samningsskylda í Landsbankadeild karla - 13.2.2008

Frá og með 1. janúar 2009 verður öllum félögum sem leika í Landsbankadeild karla gert skylt að gera samninga við leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með viðkomandi félagi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ - 13.2.2008

Vegna bilunar í símalínu er ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ.  Félög eða einstaklingar sem þurfa að senda fax á skrifstofuna, hafið vinsamlegast samband við skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Skilið á milli A og B liða í 5. flokki - 13.2.2008

Sú breyting hefur verið gerð á keppnisfyrirkomulagi í 5. flokki karla og kvenna að sameiginlegur árangur A og B liða telur ekki lengur til Íslandsmeistaratitils.  Þannig hefur verið skilið á milli liðanna og úrslit A og B liða teljast ekki lengur saman. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðum fjölgað í efstu deildum 2. flokks karla - 13.2.2008

Fjölgað verður í efstu tveimur deildum Íslandsmóts 2. flokks karla fyrir keppnistímabilið 2008, þannig að 10 lið verða í hvorri deild.  Í A-deild er liðum fjölgað úr 8 í 10 og í B-deild fjölgar liðum úr 9 í 10. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Markamismunur ræður ekki lengur röð liða - 13.2.2008

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða í 5. flokki og yngri hefur verið breytt þannig að markamismunur ákvarðar ekki lengur röð liða, heldur einungis fjöldi stiga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2008 um helgina - 12.2.2008

Um komandi helgi fara fram úrslitakeppnir yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu en í ár er leikið í fyrsta skiptið eftir Futsal reglum.  Úrslitakeppnirnar fara fram 16. febrúar og 17. febrúar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Saga bikarkeppni KSÍ rituð - 11.2.2008

Sumarið 2009 verður leikið í bikarkeppni KSÍ í fimmtugasta skiptið og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti.  Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, hefur tekið að sér að skrifa sögu bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla - 9.2.2008

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla er nú tilbúin.  Félögin eru 12 í 1. deild kvenna í tveimur riðlum en í 3. deild karla eru þau 24 og er skipt í fjóra riðla.  Niðurröðun verður birt síðar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Drög að Landsdeildum 2008 birt á netinu - 9.2.2008

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa nú verið birt hér á vefnum.  Dagsetningar eru birtar með ofangreindum deildum en athuga ber að einungis er um drög að ræða. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn á dómararáðstefnu UEFA - 4.2.2008

Í dag hófst í Limassol á Kýpur 16. dómararáðstefna UEFA fyrir bestu dómara í Evrópu.  Á meðal þátttakenda er Kristinn Jakobsson en hann mun starfa sem fjórði dómari í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Dómarar í eldlínunni á La Manga - 4.2.2008

Dómarinn Garðar Örn Hinriksson  og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason  og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á La Manga á Spáni. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir leik Armeníu og Möltu - 1.2.2008

Magnús Þórisson, milliríkjadómari, mun verða í eldlínunni á morgun þegar hann dæmir leik Möltu og Armena.  Leikurinn er liður í æfingamóti á Möltu þar sem að íslenska landsliðið  er á meðal þátttakenda. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Samtök knattspyrnumanna stofnuð - 1.2.2008

Samtök Knattspyrnumanna er heiti á leikmannasamtökum sem leikmenn í Landsbankadeild karla stofnuðu formlega á miðvikudagskvöld.  Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan