Grindavík í háttvísidrætti UEFA
Grindavík verður í pottinum þegar Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) dregur um tvö sæti í undankeppni Evrópukeppni félagsliða á grundvelli háttvísi. Ísland var með yfir 8,00 í meðaltal í háttvísieinkunn hjá eftirlitsmönnum UEFA á liðnu keppnistímabili og því kemst Grindavík í pottinn ásamt liðum frá 16 öðrum löndum sem náðu yfir 8,00. Dregið verður í hálfleik í úrslitaleik Evrópukeppni U21 landsliða á morgun.