The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160104031324/http://www.ksi.is/mot/2015/09

Mótamál

Knattspyrnuráð Reykjavíkur

700 krakkar keppa í Grunnskólamóti KRR - 29.9.2015

KSÍ hefur um árabil skipulagt mót á vegum KRR, skv. sérstökum samningi þar um.  Eitt af verkefnum hvers árs er að raða Grunnskólamóti KRR, þar sem taka þátt  um 700 krakkar úr 7. og 10. bekkjum úr grunnskólum Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA - 28.9.2015

Stjarnan mætir sænska liðinu Elfsborg í tveimur leikjum í fyrstu umferð Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League) og fer fyrri leikurinn fram ytra á miðvikudag.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið tekur þátt í þessari keppni. Lesa meira
 

Leiknir féll um deild - KR tryggði Evrópusætið - 26.9.2015

Það kom ansi margt í ljós eftir leiki dagsins í Pepsi-deild karla. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar eftir að vinna 2-1 sigur á Fjölni á Kaplakrika.

Lesa meira
 

FH Íslandsmeistari 2015 - 26.9.2015

FH er Íslandsmeistari árið 2015 en liðið vann Fjölni 2-1 í næst seinustu umferð mótsins. Liðið er því með 4 stiga forystu á Breiðablik fyrir seinustu umferðina og Blikarnir geta ekki ná FH að stigum.

Lesa meira
 

Ekki verða gerða breytingar á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. - 25.9.2015

Ekki kemur til þess að breyta þurfi leiktíma á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. Leikir dagsins fara því fram á fyrirfram ákveðnum tíma.

Lesa meira
 

Fanndís valin leikmaður ársins í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Í dag, föstudag, var tilkynnt um hvaða aðilar hafa skarað frammúr í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2015. Það voru leikmenn liðanna í Pepsi-deildinni sem kusu leikmenn, þjálfara og dómara ársins.

Lesa meira
 

Lið umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Keppni í Pepsi-deild kvenna lauk nýverið og stóð Breiðablik uppi sem Íslandsmeistari. Valnefnd hefur valið þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins og eru þeir neðangreindir:

Lesa meira
 

1.deild karla - Víkingur Ólafsvík og Þróttur Reykjavík í Pepsi-deildina - 19.9.2015

Lokaumferð 1.deildar karla fór fram í dag og var í ljós eftir leikina að Víkingur Ólafsvík og Þróttur leika í Pepsi-deildinni á næsta ári. Víkingur hafði þegar tryggt sér sæti í deildinni fyrir lokaumferðina en Þróttur þurfti stig til að tryggja sæti í Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Blikar fóru taplausar í gegnum tímabilið - 13.9.2015

Kvennalið Breiðabliks fékk um helgina afhentan Íslandsmeistarabikarinn en liðið hafði tryggt sér titilinn í næst seinustu umferð. Breiðablik vann deildina með 50 stig eða 5 stigum meira en Stjarnan sem kom í 2. sæti.

Lesa meira
 

Íslandsbikarinn fer á loft á Kópavogsvelli - 12.9.2015

Heil umferð er í Pepsi-deild kvenna í dag og er það jafnframt lokaumferð deildarinnar. Afturelding og Þróttur falla um deild að þessu sinni en Breiðablik hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - FH og ÍA nýliðar á næsta ári - 10.9.2015

FH og ÍA hafa tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna á komandi tímabili. FH vann HK/Víking 3-1 á heimavelli en tapaði svo á útivelli 2-1 og vann því samanlagt 4-3. ÍA vann Grindavík 3-0 á heimavelli en tapaði svo 2-1 á útivelli og því samanlagt 4-2.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Breiðablik Íslandsmeistari! - 7.9.2015

Breiðablik er búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna en liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA á Akureyri. Það þýðir að ekkert lið getur náð Blikum að stigum en liðið er með 47 stig þegar ein umferð er eftir eða 5 stigum meira en Stjarnan sem er í 2. sæti. Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu mörk Breiðabliks í leiknum.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan